Leita í fréttum mbl.is

Sagan af Adonis


Hér er lítil saga sem mig langar til að deila með ykkur.

S. l. miðvikudagskvöld var ég á leið frá Dísu út á hótel. Þegar ég var að fara út úr byggingunni hitti ég ungan mann, ráðvilltan á svip og með fangið fullt af rósum. Hann spurði mig hvort ég vissi hvar fæðingardeildin væri og svo heppilega vildi til að ég gat sagt honum það. Ég hafði orð á því hversu falleg blómin væru sem hann héldi á og hann sagi mér í óspurðum fréttum að konan hans hefði fætt þeim son fyrr um daginn.

Ég óskaði þeim til hamingju og í framhaldi skildu leiðir.

Tveim dögum seinna er ég á leið til Dísu og hvern haldið þið að ég rekist á annan en nýbakaðan föðurinn, ásamt eiginkonu og frænku. Hann þekkti mig strax og brosti feimnislega. Svo ég gekk yfir til þeira og kynnti mig og fékk að skoða sveininn unga. Þá kemur í ljós að það er búið að nefna hann og hann heitir hvorki meira né minna en Adonis, og væntalega nefndur eftir gríska guðinum.

Ég bað þau um að fá að taka mynd af fjölskyldunni því ég myndi líklega ekki upplifa það nema einu sinni á ævinni að fá að hitta Adonis sjálfan. Það var auðsótt. Sú mynd á að vera komin í albúmið.

Ekki veit ég hvaðan forfeður þessa unga fólks hafa komið, en hugsanlega gæti það hafa verið frá Sómalíu. Þar er að finna frítt fólk og þessi þrjú eru einstaklega glæsileg.

Ég þykist viss um að Adonis litli mun vaxa upp og verða fagur og fullgildur Norðmaður. Hann mun verða stoltur af sér og sínum og hafa nákvæmlega sömu möguleika og bleiknefjarnir sem byggt hafa þetta land í þúsund ár.

Ég nefni þetta vegna þess að hér er mikil umræða um innflytjendur meðal Norðmanna og sýnist sitt hverjum. Ég skynja þetta svo að innflytendur aðgreini sig með eftirfarandi hætti. Þeir sem koma til landsins og ætla að verða þarfir þegnar þess. Ég tel að foreldrar Adonis séu í þeim hópi. Þau tala norsku heyrði ég, við mig töluðu þau lítalausa ensku og sín á milli töluðu þau svo mál sem ég skildi ekki. Það að þau tala sitt móðurmál saman ætti að tryggja að Adonis kynnist því landi og þeirri menningu sem hann er kominn frá.

Síðan eru það þeir sem koma hingað, flytjast í aflokuð svæði og eru í litlum tengslum við norskan raunveruleika. Karlarnir læra einhverja norsku en konurnar enga. Erfiðleikarnir byrja svo fyrir alvöru þegar börn þessa fólks byrja skólagöngu sína og kunna enga norsku. Sjálfkrafa lenda þau aftast í röðinni óháð getu og gáfum og komast seint og illa frá þeim vandamálum.

Öll börn eiga að hafa sömu möguleika varðandi leik og þroska. Allir foreldrar eiga að tryggja að svo verði, sé því við komið.

Kveðja,
Ingi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Addý og Ingi
Addý og Ingi

Hér má finna ýmislegt sem varðar fjölskylduhagi og áhugamál

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalistinn

Þetta er bókalistinn minn.


Tónlistarspilari

Pelleperssons kapell - Auktionsvisa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband