Leita í fréttum mbl.is

Batinn blívur


Við hjónin áttum afskaplega ánægjulegan dag saman í gær og byrjuðum að lesa Innansveitarkroninu Laxness. Upphaflega ætlaði ég að lesa fáeina kafla en þegar upp var staðið vorum við komin inn í hálfa bókina.

Þetta er náttúrlega ótrúleg saga, stíllinn frábær og svo er þetta kraftaverkasaga um kirkjuna að Mosfelli sem stóð af sér allt niðurrif vegna þess að það var alltaf til a. m. k. einn maður sem ekki vildi láta rífa hana. Já, það er gott að lesa um kraftaverk þegar maður sjálfur hefur lifað eitt slíkt.

Nú er hún að kúra og síðan er planið að ganga út á stéttina fyrir utan hótelið á eftir. Hún var örlítið þreyttari í dag en í gær. Breytingarnar á umhverfi hafa tekið sinn toll eins og við mátti búast.

Eins og þið sjáið á myndinni sem ég tók þegar hún borðaði hádegisverð, á er skurðurinn allangur, eða frá hálsi niður á miðjan maga. Súez-skurðurinn verður nú hálfgerð smásmíði eftir að hafa séð þetta.

Óljós von undirritaðs að tekið hefði verið til hendi í konungshöllinni og dregið hefði verið úr siffonkjólakaupum reyndust á sandi byggðar. Ég var tilbúinn með bloggfærslu í gærmorgun en sú afturmjóa gafst upp á að koma henni yfir. Þá var plan B sett í gang sem er tölvupóstleiðin, en ekkert gekk þar heldur. Þá kom í ljós bilun í höfuðstöðvunum upp á Íslandi varðandi póstþjóninn okkar. Það tók lungað úr deginum að kippa því í liðinn og því var færsla gærdagsins óvenju seint á ferðinni.

Ég sendi svo allar myndir á sama tíma. Enn á eftir að skrifa bloggfærslur sem tengja saman allar myndirnar sem sendar voru í gær. Þær skila sér eftir hendinni.

Kveðja,
Ingi

PS.: Sérstakar kveðjur til Önnu Lindu fyrir dans og söng. Lokaatriðið í dansinum var mikilfenglegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Arndís mín. Nú er ég stödd á Akureyri. Í dag er yndislegt veður og þá leiðin niður í Listigarðinn. Í huganum hafði ég þig með, spjallaði við þig og bað um að heilunarorka garðsins streymdi til þín. Við sáum tvær bleikar rósir hlið við hlið alveg útsprungnar og þær sendu frá sér angan. Þær hölluðust að hvorri annarri eins og tákn fyrir vináttu. Við horfðum á sólina í gegnum rautt laufblað og hunangsflugur keppast við að ná í síðutstu uppskeruna. Við settumst á bekk og lokuðum aðeins augunum til að finna gróðurilminn enn betur og heyrðum vatnið seytla í litlum gosbrunni. Við endurnærðumst í náttúrunni sem er í stöðugri hringrás, dásamleg sköpun Guðs. Síðan sveifst þú á braut til Noregs og ég bað að heilsa Inga. Ástarkveðjur Ragnheiður

Ragnheiður Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 17:44

2 identicon

Addý mín.  

Mikið erum við glöð hvað allt gengur vel hjá þér. Fín er af þér myndin, þar sem þú situr með dökku konunni. Þú lítur svo vel út að það er næstum eins og ekkert hafi gerst hjá þér.  

Ingi minn.

Okkur fannst litla sagan falleg og skemmtileg, sem þú skrifaðir um Adonis. Okkur finnst pistlarnir, sem þú hefur skrifað frá Noregi, hafa gefið okkur styrk og ró.

Við sendum ykkur báðum hjartans kveðjur og vonum að nú gangi allt vel áfram.

Adda og Gunnsteinn. 

Adda og Gunnsteinn (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Addý og Ingi
Addý og Ingi

Hér má finna ýmislegt sem varðar fjölskylduhagi og áhugamál

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalistinn

Þetta er bókalistinn minn.


Tónlistarspilari

Pelleperssons kapell - Auktionsvisa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband