Leita í fréttum mbl.is

Til stuðningshópsins


Kæru vinir og vandamenn.

Þá er komið að lokum þessarar mjög svo erfiðu, en lærdómsríku dvalar á Ulleval sjúkrahúsinu. Við vinirnir höldum heim á morgun og verðum komin í faðm fjölskyldunnar síðdegis.

Öll þekkið þið til erfiðleikana og óþarfi að fara nánar út í það. Lærdómurinn hvað okkur varðar er þó augljós. Á öllu er hægt að sigrast meðan einhver von er. Dísa mín er hinn stóri sigurvegari í þeirri baráttu.

Og þá er komið að ykkar hlut í málinu.

Ef við hefðum ekki haft ykkur til að styðjast við, þá hefði þessi barátta orðið miklu erfiðari. Öll sú umhyggja, ástúð og vinskapur sem komið hefur fram í aðstoð, símtölum, heimsóknum, athugasemdaskrifum, myndskeiðum, bænum og góðum hugsunum hefur orðið gríðarlegur styrkur fyrir okkur og við fundum sterkt fyrir honum.

Sagt er að íslenskan hafi orð yfir allt sem hægt sé að hugsa. Þó er það nú svo að stundum er orða vant og með engum hætti hægt að tjá sig svo manni finnst að allt sé sagt sem segja þarf.

Þannig líður okkur. Við munum aldrei geta tjáð ykkur nógsamlega okkar tilfinningar í orðum. En við erum alveg róleg vegna þessa. Þið þurfið ekki orð því þið skynjið okkar tilfinningar og geymið innra með ykkur.

Vð Dísa stóðum hér við gluggann í morgun og horfðum í áttina að hjartadeildinni. Bæði vorum við sammála um, að vona til Guðs að við þyrftum aldrei að koma hingað aftur. En í sömu andrá vorum við einnig sammála um að ef eitthvað bjátaði á, vildum við hvergi annars staðar vera. Því hér er að finna úrvalsfólk á borð við ykkur sem unnið hefur kraftaverk á miklum örlagatímum í lífi okkar Dísu. Hafi þau þökk fyrir allt og allt.

Nú hefst endurbyggingarstarf þegar þeim er komið. Dísa má ekki lyfta neinu næstu tvo, þrjá mánuðina, og hún má ekki aka bíl næstu tvo mánuði. Tómas hefur einnig sagt okkur að það taki einhverja mánuði þar til vírinn sé orðinn endanlega fastur.

Já, það stefnir allt í það að stúlkan verði að sitja á strák sínum í einhvern tíma.

Stefnt er á að fara á Reyjalund og sækja þangað krafinn sem upp á vantar til að komast inn í lífið á ný. Það mun allt ganga eftir.

Sjáumst næst heima. Einhverjar færslur verða settar inn eftir heimkomuna þar sem fylgjast má með hvernig málum miðar.

Ástarþakkir og kveðjur,
Addý og Ingi.

PS.: Skrásetjari hefur nú eitthvað verið að hnýta í norska kónginn og hans spúsu, Sonju siffonkjóladrottningu. Jafnvel lagst svo lágt að koma prinsippíunni sjálfri á englasjens. Þetta varð náttúrlega  allt í tómu gríni og ef kóngaslektið hefur eitthvað verið að grína í þetta, bið ég forláts á þessu tilskrifelsi öllu.

Stríðahetjan er hins vegar algjörlega forhert og neitar að draga til baka ummæli sín um Mette Marit. Svo það stendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég og við vinnufélagarnir erum afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið að fylgjast svo náið með gangi mála í þessum erfiðleikum sem nú eru að baki. 

Hugur okkar er með ykkur og við biðjum almættið að vernda ykkur á ferðalaginu á morgun.

Góða ferð og góða heimkomu.

Kveðja frá öllum á rannsókn

Lísbet 

Lísbet (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 08:39

2 Smámynd: Addý og Ingi

Lisbet mín.

Almættið er með í för. Ég keypti sérstakt sæti fyrir það á Saga class.

En án gríns.

Við trúum og treystum að ferðin heim gangi vel og sendum sérstakar kveðjur til allra á rannsókn.

Kveðja,

Addý og Ingi 

Addý og Ingi, 2.9.2008 kl. 08:45

3 identicon

Elsku vinir.  Ég bið Guð að vernda ykkur og blessa. Ástarkveðjur RBEN

Ragnheiður Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 09:38

4 identicon

Elsku Addý og Ingi.

Góða ferð heim og við munum hugsa til ykkar á meðan á ferðinni stendur og það verður gaman að sjá ykkur þegar þar að kemur. Vonandi munum við finna eitthvert stykki til að sjá saman, sem verður trúlega ekki fyrr en á nýju ári. 

Sjáumst heil og hlökkum til. Kær kveðja.

Adda og Gunnsteinn.

Adda og Gunnsteinn (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:08

5 identicon

Halló elsku Addý og Ingi,nú styttist í heimkomu ykkar og eitt get ég sagt ykkur að við hugsum öll eins að ykkur gangi vel á morgun,beðið verður fyrir ykkur eins og reyndar hefur verið gert í ykkar miklu veikindum Addýar nú er þeim kafla lokið,en Ingi fáun við ekki að lesa áfram þínar yndislegu færslur? ræðum það á morgun.Hafið góðan dag,smelli kveðju til ykkar í fyrramálið.

Bless í bili Sigurður biður að heilsa.

Ykkar Auda

Auður Ingibjörg (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:45

6 identicon

Elskurnar mínar, góða ferð á morgun, hlakka óendanlega til að sjá ykkur.
Kveðja

Ella The. (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 19:12

7 identicon

Halló elsku Addý og Ingi, Góða ferð hlakka til að hitta ykkur,Sigurður biður fyrir góðar kveðjur.

Sjáumst Auda

Auður Ingibjörg (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Addý og Ingi
Addý og Ingi

Hér má finna ýmislegt sem varðar fjölskylduhagi og áhugamál

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalistinn

Þetta er bókalistinn minn.


Tónlistarspilari

Pelleperssons kapell - Auktionsvisa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband