Leita í fréttum mbl.is

Hamingja á hamingju ofan

Dagurinn í gær var mikill hamingjudagur og skiptist í raun í hamingju 1 og hamingju 2

HAMINGJA 1

Þegar ég kom til Dísu um eftirmiðdaginn í gær sagði hún mér að ákveðið hefði verið að útskrifa hana og hún væri klár að flytjast yfir á hótel. Hún var ánægð með þetta og að sjálfsögðu gilti það sama með mig. Ég stökk því yfir á hótel til að ná í nokkra hluti og kippti með í leiðinni hjólastól til að get ekið drottningunni minni með stæl til baka.

Ég hefði getað sleppt því.

Þegar hún var búin að kveðja alla innvirðulega sagðist hún nú ekki ætla að fara úr deildinni í hjólastól og því varð að samkomulagi að hún gengi fyrsta spölinn. Ekki þarf að orðlengja það að hún gekk alla leiðina og á tímabili var ég farinn að óttast að hún myndi keyra mig út úr byggingunni í hjólastól.

(Síðar í dag munu koma nokkrar myndir, m. a. af rallkappanum Arndísi keyrandi um á fjögurra gata spítthjólastól)

Klukkan sjö fórum við svo niður í matsal og snæddum þar. Eftir það má segja að þrekið hafi færst nær núllpunktinum. Hún var komin snemma í rúmið og svaf vel í nótt. Ég fór og náði í morgunverð fyrir hana sem hún borðaði með bestu lyst. Þegar þetta er skrifað er hún svifin inn í draumalandið.

HAMINGJA 2

er náttúrlega  útgáfa stórmyndarinnar "Dásamlega Dísa" sem mér barst ofan af Íslandi í gær. Ég var að vísu búinn að heyra af því frá leikstjóranum að von væri á myndinni með hraðpósti og beðinn um að snara póstmanninn um leið og hann kæmi í hús. Og allt gekk það eftir. Það var því með miklum spenningi að ég lét diskinn í Makkann. Og sjá. Myndin hófst eins og fyrir galdra.

Ég verð að segja ykkur eins og er að ég varð að breiða handþurrkur yfir lyklaborðið svo það rygðaði ekki því það komu fleiri en eitt tár í augnkrókana þegar ég horfði á myndina.

Þegar Dísa kom svo yfir á hótel var henni boðið í betri sæti og ég var búinn að taka frá handþurrkur fyrir hana. Enda er þetta fjögurra handþurrku mynd í bestu merkingu þess orðs og hún notaði þær allar.

Við hjónin vorum afar ánægð með frammistöðu leikaranna sem hver með sínum hætti túlkuðu þráðinn af snilld. Kjötbolluinnslag Sigurðar minnir mann t.d. á Orson Wells þegar honum tókst best upp.

En okkur finnst þó að þarna hafi ungur og upprennandi leikari unnið mikinn sigur.

Með einhverjum óskiljanlegum hætti tóst henni að túlka í einni setningu allt það sem ég og aðrir hafa verið að reyna að segja. Og gerði þetta án nokkurs hiks.

Þetta er að sjálfsögðu Sara Pálsdóttir, dóttir leikstjórans.

Leikstjóranum sjálfum ber að þakka sérstaklega, því ef hann hefði ekki haft trú á sögunni og handritinu, hefði myndin aldrei verið gerð. Ég hringdi í hann og þakkaði honum munnlega fyrir okkar hönd. Án þess að fara nánar út í það sannar þessi drengur enn og aftur, hvílíkur afburðmaður hann er.

Ykkur öllum sem tóku þátt, óendanlegar þakkir. Að fá þessa gjöf frá ykkur á þessum degi verður ekki til fjár metið.

Kveðja,
Ingi

PS.: Til ykkar sem ekki þekkja þá tók fjölskyldan okkar Arndísar megin sig til og gerði mynd þar sem allir sendu kveðjur, hver með sínum hætti. Þetta náði einnig til vinnufélaga Dísu.  Myndin var sett á disk að framleiðslu lokinni og send til okkar í einum grænum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskurnar!
Algjörlega frábært að bæði sjá og heyra í ykkur í dag. Addý strax orðin styrkari í röddinni í eftirmiddag en í morgun, þannig að hver klukkutími vigta nú í framhaldinu við að ná heilsunni. Óendanleg gleði að sjá þig Addý min.
Þetta með snillinginn leikstjórann, Ingi við höfum alltaf vitað hvursu ótrúlegur þessi ungi maður er, að öllum öðrum ólöstuðum. Mér fannst líka yngsti leikarinn algjörlega frábær, bablandi þarna út í loftið, en manni fannst samt að það væri svo mikið vit í því sem hún var að segja. Það er veruleg spurning um ÓSKAR-inn þarna.
Gummi biður að heilsa og hann var mjög glaður að heyra í þér Addý mín.
Verðum í sambandi

Ella The. (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 18:01

2 identicon

Kæru vinir.   Það er búið að vera rigning og rok lengi, jafnvel sviftivindar í lífi ykkar en nú hefur sólin brotist fram og vindinn lægt. Vötnin eru spegilslétt, fuglarnir syngja og flugur suða á milli blóma. Saman getið þið hönd í hönd gengið niður að vatninu, sest á grasbakkann, látið hugann hvílast í kyrrlátum vatnsfletinum.     Ástarkveðjur Ragnheiður

Ragnheiður Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 18:10

3 identicon

Elsku Addý mín mikið var gaman að heyra í þér áðan,þú ert algjör hetja,Theodór hringdi áðan og var að spyrja um þig hann og Guðbjörg biðja fyrir kveðjur til allra.

Bið að heilsa Inga mínum og Sigurður biður fyrir bestu kveðjur.

Bless elskur.

Auda

Auður Ingibjörg (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 19:33

4 identicon

Tvöföld gleði hér.  Að sjá myndirnar af þér Addý, að sjá hvernig þú blómstrar og að lesa textann þinn Ingi.  Gleðitár og hamingja.

Dásamlegar fréttir.........

Beztu kveðjur frá Lísbet

Lísbet (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Addý og Ingi
Addý og Ingi

Hér má finna ýmislegt sem varðar fjölskylduhagi og áhugamál

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalistinn

Þetta er bókalistinn minn.


Tónlistarspilari

Pelleperssons kapell - Auktionsvisa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband