Leita í fréttum mbl.is

Tímasetning og englaheimsókn


Þá er kominn tími á aðgerðina en hún verður kl. 7:30 í fyrramálið. Dísa er búin að tala við lækninn um að spara ekki deyfinguna og helst vill hún hafa þetta á þann veg að hann eigi að hnippa reglulega í hana til að minna hana á að anda.

Hún er eðlilega áhyggjufull og því væri afar gott að fá eina góða bænabylgju frá ykkur stuðningshópnum. Þið hafið haldið yfir henni verndarhendi sem mun örugglega duga vel á lokasprettinum.

Og þá er komið að englaheimsókn, en Theodór Skúli Sigurðsson kom í heimsókn í morgun til frænku sinnar ásamt vini sínum Birgi, sem er í sérnámi í Osló. Það urðu fagnaðarfundi þegar þau frændsystkinin hittust og það var strax byrjað ræða málið á læknisfræðilegum nótum því piltarnir vildu fá að vita allt um "keisið" eðli málsins samkvæmt. Ég hins vegar týndi þræðinum á sjöttu mínútu þegar latínuútskýringarnar tóku völdin.

Mikið afskaplega var notalegt að fá þessa heimsókn og við hjónin afar þakklát fyrir ræktarsemina. Já, það má eiginlega segja að þetta hafi verið himnasending og englaheimsókn.

Englamyndir má svo finna í albúminu

Ég mun senda færslu fljótlega eftir að aðgerðinni lýkur á morgun

Kæe kveðja,
Ingi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló elsku Addý og Ingi,það er búið að hafa samband á alla staði m.t.t. aðgerðar í fyrramálið og það verður vel beðið fyrir elsku Addý minni og þér Ingi.Kannski að þið verðið meðvituð um þann kraft sem verður sendur til ykkar héðan að heiman.Teddi var mjög ánægður að sjá frænku sína í morgun reyndar hissa á hvað Addý frænka væri bara hress þrátt fyrir allt sem búið er að vera í gangi.

Bestu kveðjur um að allt gangi vel á morgun bless elskur.

Ykkar Auda

Auður Ingibjörg (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Addý og Ingi
Addý og Ingi

Hér má finna ýmislegt sem varðar fjölskylduhagi og áhugamál

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalistinn

Þetta er bókalistinn minn.


Tónlistarspilari

Pelleperssons kapell - Auktionsvisa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband