Leita í fréttum mbl.is

Erfið vika að baki


Það er ótrúlegt en satt að það sé vika frá því við komum hingað til Osló. Ekki vissum við þá hvað beið okkar, enda eins gott að svo var ekki. Almættið hlífir okkur við því að skyggnast fram í tímann.

En eins og þið vitið lítur allt vel út núna og frúin mín fékk fyrsta hárþvottinn í dag frá því daginn örlagaríka. Þar með lauk endanlega hágreiðslumeistaraferli mínum, en til þessa hef ég séð um hárgreiðslu frúarinnar, með misjöfnum árangri þó.

Eina mynd tók ég þegar hún krullaði hár sitt eftir þvottinn góða. Svo fylgir önnur en þar má sjá staðsetningu á skurðinum þó hann sé náttúrlega hulinn grisjum.

Við vorum nú hálfsmeik að senda þá mynd þar sem hún gæti hugsanlega verið aðeins á mörkunum. Við erum viss um að ef Playboy-kapparnir sjá hana mun ekki líða á löngu þar til Dísu verður boðið að sitja fyrir sem "centerfold" í því mikla menningarriti.

Það er nú kominn tími til að Hefner kallinn berji augum alvöru konu í stað þess að hrekjast á milli barma silikon-gellana sem hann þykist vera í slagtogi við.

Ef myndin prentast vel, (eins og þeir sögðu í blöðunum í gamla daga) þá má sjá að vinstra brjóstið er mjög marið og þetta mar nær áfram undir holhönd og niður á handlegg. Þetta sýnir e.t.v. betur en nokkuð annað þau átök sem áttu sér stað aðfararnótt fimmtudagsins.

Eitthvað ruglaðist ég í dögunum varðandi heimförina. Dagurinn er 3. september, en hann kemur upp á miðvikudegi en ekki þriðjudegi eins og ég hafði skrifað áður.

Dísin mín bað mig um að koma því áleiðis til Óla skans á Bessastöðum að hún vill ekki láta aka sér niður Skólavörðustíginn á heyvagni við heimkomuna þó hún sé mjög ánægð að strákarnir hennar fái slíkar trakteringar. Einnig að það eigi að krossfesta þá alla og þar með fái þjálfarinn eitthvað fyrir sinn snúð.

Mér finnst framkoma Dorritar til mikils sóma og ekki ónýtt fyrir strákana að fá nudd frá slíkri alþýðukonu, enda gift bóndanum á Bessastöðum. Og setning aldarinnar hlýtur að vera "Ísland er stórasta land í heimi". Maður bara vatnar gimsteinamúsum þegar maður heyrir þetta.

Glottið á eiginkonu minni var hins vegar ekki eins auðmjúkt. "Ja, hérna, ég hef alltaf sagt það að þessi kona er ###???"""%%%$$" sagði hún þegar ég var búinn að fara með frasann fyrir hana.

Lengi lifi lýðveldið.

Með kveðju frá skrásetjara.







« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskurnar

Hugh Hefner á ekki sjens í hana mágkonu mína, hún er svo flott kona. Hann getur bara haldið áfram að eltst við litlu sílikon gellurnar og verði honum að góðu.

Það er yndislegt að heyra að allt gengur vel og að dansinn duni á sjúkrahúsinu í Osló.

Hlakka til að lesa næstu færslu.

Ástarkveðja, 1000 kossar og knús frá

Ásbjörgu og family

Ásbjörg (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 08:42

2 identicon

Frábær færsla, Ingi minn.
Við vitum nú allt um álit Addýar á "stórustu" kona Íslands, en maður hefur frekar lágan prófíl í umræðunni, því fólki finnst þetta bara "krúttlegt" .
Eigið góðan dag í dag elskurnar, stanslaust hugsað til ykkar.

Ella The. (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 12:24

3 identicon

Kæru vinir. Ég er í skýjunum yfir því að Arndís er sjálfri sér lík og ef eitthvað er ennþá magnaðri. Þessi skemmtilegu og hlýju skrif eru eins og dýrindis konfekt með ljúfu kaffi.

Bið almættið að baða ykkur í ljósi.

Ástarkveðja Ragnheiður

Ragnheiður Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Addý og Ingi
Addý og Ingi

Hér má finna ýmislegt sem varðar fjölskylduhagi og áhugamál

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalistinn

Þetta er bókalistinn minn.


Tónlistarspilari

Pelleperssons kapell - Auktionsvisa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband