Leita ķ fréttum mbl.is

Til stušningshópsins


Kęru vinir og vandamenn.

Žį er komiš aš lokum žessarar mjög svo erfišu, en lęrdómsrķku dvalar į Ulleval sjśkrahśsinu. Viš vinirnir höldum heim į morgun og veršum komin ķ fašm fjölskyldunnar sķšdegis.

Öll žekkiš žiš til erfišleikana og óžarfi aš fara nįnar śt ķ žaš. Lęrdómurinn hvaš okkur varšar er žó augljós. Į öllu er hęgt aš sigrast mešan einhver von er. Dķsa mķn er hinn stóri sigurvegari ķ žeirri barįttu.

Og žį er komiš aš ykkar hlut ķ mįlinu.

Ef viš hefšum ekki haft ykkur til aš styšjast viš, žį hefši žessi barįtta oršiš miklu erfišari. Öll sś umhyggja, įstśš og vinskapur sem komiš hefur fram ķ ašstoš, sķmtölum, heimsóknum, athugasemdaskrifum, myndskeišum, bęnum og góšum hugsunum hefur oršiš grķšarlegur styrkur fyrir okkur og viš fundum sterkt fyrir honum.

Sagt er aš ķslenskan hafi orš yfir allt sem hęgt sé aš hugsa. Žó er žaš nś svo aš stundum er orša vant og meš engum hętti hęgt aš tjį sig svo manni finnst aš allt sé sagt sem segja žarf.

Žannig lķšur okkur. Viš munum aldrei geta tjįš ykkur nógsamlega okkar tilfinningar ķ oršum. En viš erum alveg róleg vegna žessa. Žiš žurfiš ekki orš žvķ žiš skynjiš okkar tilfinningar og geymiš innra meš ykkur.

Vš Dķsa stóšum hér viš gluggann ķ morgun og horfšum ķ įttina aš hjartadeildinni. Bęši vorum viš sammįla um, aš vona til Gušs aš viš žyrftum aldrei aš koma hingaš aftur. En ķ sömu andrį vorum viš einnig sammįla um aš ef eitthvaš bjįtaši į, vildum viš hvergi annars stašar vera. Žvķ hér er aš finna śrvalsfólk į borš viš ykkur sem unniš hefur kraftaverk į miklum örlagatķmum ķ lķfi okkar Dķsu. Hafi žau žökk fyrir allt og allt.

Nś hefst endurbyggingarstarf žegar žeim er komiš. Dķsa mį ekki lyfta neinu nęstu tvo, žrjį mįnušina, og hśn mį ekki aka bķl nęstu tvo mįnuši. Tómas hefur einnig sagt okkur aš žaš taki einhverja mįnuši žar til vķrinn sé oršinn endanlega fastur.

Jį, žaš stefnir allt ķ žaš aš stślkan verši aš sitja į strįk sķnum ķ einhvern tķma.

Stefnt er į aš fara į Reyjalund og sękja žangaš krafinn sem upp į vantar til aš komast inn ķ lķfiš į nż. Žaš mun allt ganga eftir.

Sjįumst nęst heima. Einhverjar fęrslur verša settar inn eftir heimkomuna žar sem fylgjast mį meš hvernig mįlum mišar.

Įstaržakkir og kvešjur,
Addż og Ingi.

PS.: Skrįsetjari hefur nś eitthvaš veriš aš hnżta ķ norska kónginn og hans spśsu, Sonju siffonkjóladrottningu. Jafnvel lagst svo lįgt aš koma prinsippķunni sjįlfri į englasjens. Žetta varš nįttśrlega  allt ķ tómu grķni og ef kóngaslektiš hefur eitthvaš veriš aš grķna ķ žetta, biš ég forlįts į žessu tilskrifelsi öllu.

Strķšahetjan er hins vegar algjörlega forhert og neitar aš draga til baka ummęli sķn um Mette Marit. Svo žaš stendur.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég og viš vinnufélagarnir erum afskaplega žakklįt fyrir aš hafa fengiš aš fylgjast svo nįiš meš gangi mįla ķ žessum erfišleikum sem nś eru aš baki. 

Hugur okkar er meš ykkur og viš bišjum almęttiš aš vernda ykkur į feršalaginu į morgun.

Góša ferš og góša heimkomu.

Kvešja frį öllum į rannsókn

Lķsbet 

Lķsbet (IP-tala skrįš) 2.9.2008 kl. 08:39

2 Smįmynd: Addż og Ingi

Lisbet mķn.

Almęttiš er meš ķ för. Ég keypti sérstakt sęti fyrir žaš į Saga class.

En įn grķns.

Viš trśum og treystum aš feršin heim gangi vel og sendum sérstakar kvešjur til allra į rannsókn.

Kvešja,

Addż og Ingi 

Addż og Ingi, 2.9.2008 kl. 08:45

3 identicon

Elsku vinir.  Ég biš Guš aš vernda ykkur og blessa. Įstarkvešjur RBEN

Ragnheišur Benediktsdóttir (IP-tala skrįš) 2.9.2008 kl. 09:38

4 identicon

Elsku Addż og Ingi.

Góša ferš heim og viš munum hugsa til ykkar į mešan į feršinni stendur og žaš veršur gaman aš sjį ykkur žegar žar aš kemur. Vonandi munum viš finna eitthvert stykki til aš sjį saman, sem veršur trślega ekki fyrr en į nżju įri. 

Sjįumst heil og hlökkum til. Kęr kvešja.

Adda og Gunnsteinn.

Adda og Gunnsteinn (IP-tala skrįš) 2.9.2008 kl. 13:08

5 identicon

Halló elsku Addż og Ingi,nś styttist ķ heimkomu ykkar og eitt get ég sagt ykkur aš viš hugsum öll eins aš ykkur gangi vel į morgun,bešiš veršur fyrir ykkur eins og reyndar hefur veriš gert ķ ykkar miklu veikindum Addżar nś er žeim kafla lokiš,en Ingi fįun viš ekki aš lesa įfram žķnar yndislegu fęrslur? ręšum žaš į morgun.Hafiš góšan dag,smelli kvešju til ykkar ķ fyrramįliš.

Bless ķ bili Siguršur bišur aš heilsa.

Ykkar Auda

Aušur Ingibjörg (IP-tala skrįš) 2.9.2008 kl. 13:45

6 identicon

Elskurnar mķnar, góša ferš į morgun, hlakka óendanlega til aš sjį ykkur.
Kvešja

Ella The. (IP-tala skrįš) 2.9.2008 kl. 19:12

7 identicon

Halló elsku Addż og Ingi, Góša ferš hlakka til aš hitta ykkur,Siguršur bišur fyrir góšar kvešjur.

Sjįumst Auda

Aušur Ingibjörg (IP-tala skrįš) 3.9.2008 kl. 07:36

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Addý og Ingi
Addý og Ingi

Hér má finna ýmislegt sem varðar fjölskylduhagi og áhugamál

Eldri fęrslur

Maķ 2024
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bękur

Bókalistinn

Žetta er bókalistinn minn.


Tónlistarspilari

Pelleperssons kapell - Auktionsvisa

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband