26.8.2008 | 16:51
Afturmjó internet-tenging
Hér á hótelinu er gestum boðið að kaupa sér aðgang að þráðlausri internet-tengingu og hef ég nýtt mér það þegar ég er að senda bloggfærslur okkar hjónanna til ykkar.
Þessi tenging er hins vegar afar mjóslegin og fellur í yfirlið við minnstu áreynslu. Yfirliðið lýsir sér á þann veg að tengingin dettur út án nokkurs fyrirvara. Ég hef komist að raun um, að það er ekki alveg sama hvar maður er á fyrstu hæðinni til að ná tengingu. Því hleyp ég hér um með vélina og reyni að fanga strauminn sem oftar en ekki er þá horfinn á einhvern annan stað.
Þetta er svosem ágætis hreyfing, enda vekja þessar dansæfingar mínar athygli og áhuga bæði starfsfólks og gesta og ég held að ég gæti átt ágæta möguleika í internetdansi ef sú keppnisgrein yrði viðurkennd á Olympíuleikunum.
En þó manni takist að fanga strauminn er ekki þar með sagt að sendingar gangi snuðrulaust. Það er því alltaf spennuþrungið augnablik þegar færslan leggur í þessa hættulegu ferð yfir Atlantsála. Stundum tekst þetta eftir korter og stundum alls ekki. Ég er hins vegar svo heppinn að eiga góða að í minni deild sem ég get sent færsluna á tölvupósti. Þaðan ratar hún svo á réttan stað.
Vegna þessa gengur þaðan af síður að tengja myndir við bloggfærslur og sendi ég því allar myndir í tölvupósti til míns manns og í framhaldi birtast þær ykkur.
Ég hef nú verið að velta því fyrir mér hvort Norðmenn gætu ekki notað svo sem einn skrilljónasta af olíuauðnum til að fita þessa tengingu. Þar sem ég hef grun um (að vísu órökstuddan) að norskir leyniþjónustumenn lesi allar færslur sem sendar eru úr landi, þá gæti þessi hugmynd mín fengið hljómgrunn á réttum stöðum og þá á ég náttúrlega við hjá norska kónginum sjálfum.
Samtal á milli leyniþjónustumannsins og kóngsins gæti ég hugsað mér að væri eitthvað í þessa veru. Kóngurinn er auðkenndur sem NRK1 og leyniþjónustumaðurinn sem NRK1000.
NRK1000: Góðan daginn herra kóngur. Ég var að lesa bloggið hans Ingvars og þessar hugmyndir hans um að fita þráðlausu tenginguna. Þetta er nú ekki svo galið skal ég segja þér.
NRK1: (Langur geyspi) Já, ég hef nú verið að glugga í þetta líka. En það eru nú erfiðir tímar hjá hirðinni núna. Sonja vill alltaf vera að fá sér nýja siffon-kjóla og ekki batnaði það eftir að Guð fór að taka fjölskyldumyndir vikulega. Hún vill líta vel út, konan. Og svo náttúrlega þessi ferð til Peking. Hún kostaði nú sitt. 14 siffon-kjólar segi ég og skrifa og 50 kíló af skerpu-kjöti til að skera ofan í liðið. Og ekki má gleyma 5 krukkum af tytteberjasósu sem hún vill hafa ofan á brauðið á morgnana. Já þetta er ekki auðvelt. Ég verð að segja það. Ég hef áhyggjur af þessu eins og Steingrímur Hermannson hefði sagt.
NKR1000: Þannig að þetta endar kannski í saltstabbanum hjá þér?
NKR1: (Annar, enn lengri geyspi.) Ég skal heyra ofan í Sonju. Hún er kannski til í að slá af einhverju.
Yeah, right. Eins og það muni einhvern tímann gerast.
Meðan þetta óvissuástan ríkir held ég áfram að stíga Internet menuettinn hér á fyrstu hæðinni gestum og gangandi til gleði og einnig nokkurrar furðu. Margir sakna þess að ég skuli ekki vera með parruk.
En ég er að dansa fyrir rétt málefni. Það skiptir öllu.
Kom við hjá Dísu í morgun. Hún átti góða nótt. Sendi annan pistil síðdegis.
Með kveðju frá skrásetjara sem leyfir sér að slá á léttari strengi nú þegar kýrnar leika við hvurn sinn fingur og lífið brosir við okkur hjónunum.
Þessi tenging er hins vegar afar mjóslegin og fellur í yfirlið við minnstu áreynslu. Yfirliðið lýsir sér á þann veg að tengingin dettur út án nokkurs fyrirvara. Ég hef komist að raun um, að það er ekki alveg sama hvar maður er á fyrstu hæðinni til að ná tengingu. Því hleyp ég hér um með vélina og reyni að fanga strauminn sem oftar en ekki er þá horfinn á einhvern annan stað.
Þetta er svosem ágætis hreyfing, enda vekja þessar dansæfingar mínar athygli og áhuga bæði starfsfólks og gesta og ég held að ég gæti átt ágæta möguleika í internetdansi ef sú keppnisgrein yrði viðurkennd á Olympíuleikunum.
En þó manni takist að fanga strauminn er ekki þar með sagt að sendingar gangi snuðrulaust. Það er því alltaf spennuþrungið augnablik þegar færslan leggur í þessa hættulegu ferð yfir Atlantsála. Stundum tekst þetta eftir korter og stundum alls ekki. Ég er hins vegar svo heppinn að eiga góða að í minni deild sem ég get sent færsluna á tölvupósti. Þaðan ratar hún svo á réttan stað.
Vegna þessa gengur þaðan af síður að tengja myndir við bloggfærslur og sendi ég því allar myndir í tölvupósti til míns manns og í framhaldi birtast þær ykkur.
Ég hef nú verið að velta því fyrir mér hvort Norðmenn gætu ekki notað svo sem einn skrilljónasta af olíuauðnum til að fita þessa tengingu. Þar sem ég hef grun um (að vísu órökstuddan) að norskir leyniþjónustumenn lesi allar færslur sem sendar eru úr landi, þá gæti þessi hugmynd mín fengið hljómgrunn á réttum stöðum og þá á ég náttúrlega við hjá norska kónginum sjálfum.
Samtal á milli leyniþjónustumannsins og kóngsins gæti ég hugsað mér að væri eitthvað í þessa veru. Kóngurinn er auðkenndur sem NRK1 og leyniþjónustumaðurinn sem NRK1000.
NRK1000: Góðan daginn herra kóngur. Ég var að lesa bloggið hans Ingvars og þessar hugmyndir hans um að fita þráðlausu tenginguna. Þetta er nú ekki svo galið skal ég segja þér.
NRK1: (Langur geyspi) Já, ég hef nú verið að glugga í þetta líka. En það eru nú erfiðir tímar hjá hirðinni núna. Sonja vill alltaf vera að fá sér nýja siffon-kjóla og ekki batnaði það eftir að Guð fór að taka fjölskyldumyndir vikulega. Hún vill líta vel út, konan. Og svo náttúrlega þessi ferð til Peking. Hún kostaði nú sitt. 14 siffon-kjólar segi ég og skrifa og 50 kíló af skerpu-kjöti til að skera ofan í liðið. Og ekki má gleyma 5 krukkum af tytteberjasósu sem hún vill hafa ofan á brauðið á morgnana. Já þetta er ekki auðvelt. Ég verð að segja það. Ég hef áhyggjur af þessu eins og Steingrímur Hermannson hefði sagt.
NKR1000: Þannig að þetta endar kannski í saltstabbanum hjá þér?
NKR1: (Annar, enn lengri geyspi.) Ég skal heyra ofan í Sonju. Hún er kannski til í að slá af einhverju.
Yeah, right. Eins og það muni einhvern tímann gerast.
Meðan þetta óvissuástan ríkir held ég áfram að stíga Internet menuettinn hér á fyrstu hæðinni gestum og gangandi til gleði og einnig nokkurrar furðu. Margir sakna þess að ég skuli ekki vera með parruk.
En ég er að dansa fyrir rétt málefni. Það skiptir öllu.
Kom við hjá Dísu í morgun. Hún átti góða nótt. Sendi annan pistil síðdegis.
Með kveðju frá skrásetjara sem leyfir sér að slá á léttari strengi nú þegar kýrnar leika við hvurn sinn fingur og lífið brosir við okkur hjónunum.
Eldri færslur
Tenglar
Listi yfir góða tengla
Þetta eru tenglar yfir þá sem ég vill skoða daglega
- Moggavefurinn Besti vefur landsins
- Slóð á blogg Baldurs Legg til að þetta sé lesið vel
- Slóð á blogg Árna Lesa vel
- Slóð á blogg Skapta Og þetta er líka gott
Bloggið hans Ómars
Frábært blogg um náttúruvernd
- Bloggið hans Ómars Fínt blogg
Bla
Bla bla
Jói
Bloggið hans Jóa
Áhugavert efni
Bækur
Bókalistinn
Þetta er bókalistinn minn.
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló elsku Addý mín og Ingi,gott að heyra í þér Ingi áðan, hringdi í þig án árangurs vegna setningar "Frúarinnar að Bessastöðum" hafðu sanband þegar þú hefur tíma.
Theodór & fjölskylda eru komin til Ósló ætla að hafa samband við þig á morgun.Yndislegt að sjá bata minnar elskulegu systur.
Sigurður biður að heilsa, verðum í sambandi á morgun.
Ykkar Auda
Auður Ingibjörg (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 19:04
Dásamlegt að sjá bata þinn elskulega Addý. Augljóst er á léttleika í skrifum skrásetjara að líðan þín er miklum mun betri.
Við þökkum almættinu og biðjum áfram.
Með beztu kveðju frá Lísbet
Lísbet (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.