Leita í fréttum mbl.is

Frábær gærdagur ásamt nýjustu fréttum í dag

Gærdagurinn rann upp, fagur og bjartur með góðum fyrirheitum. Var kominn til Dísu minnar rétt fyrir hálf tíu. Hjúkrunarfræðingurinn tjáði mér að það yrði allt að vera klár fyrir kl 10, því frú ARNDÍS (með stórum stöfum) ætlaði að horfa á leikinn. Eitthvað dróst nú að klára morgunverkin en kl.  10:20 vorum við mætt í sjónvarpsstofuna og setti konan í brýrnar þegar hún sá markatöluna.

Ég hafði hins vegar ákveðið að fara í messu, enda ýmislegt fyrir að þakka og kvaddi hana í hálfleik.

Að messu lokinni lá síðan leiðin niður í miðborgina, því nú var búið að gera spíon úr skrásetjaranum. Dísa hafði haft áhyggjur af því nýja, norska óperuhúsið gæti með einhverjum hætti skyggt á óperuhúsið "hennar" sem er, eins og allir vita  staðsett í í Kóngsins Kaupmannahöfn. Mér var falið að bera þetta saman og gefa skýrslu.

Ekki reyndist erfitt að finna óperuhúsið því ég datt nánast í fangið á því þegar ég kom út úr sporvagninum. Þetta er mikið og glæsilegt hús, staðsett niður við sjóinn. Það er hægt að ganga upp á þak hússins með því að feta sig upp hliðar þess og þar uppi er glæsilegt úsýni.

Þegar inn er komið fer maður hins vegar að sjá örlitla tengingu við danska óperuhúsið í uppsetningu og viðarklæðningu. Að sjálfsögðu hefur Ólafur Elíasson komið þarna við sögu, en hann hefur sett upp veggi sem lýsa upp með alls konar litbrigðum. Að vísu var erfitt að sjá þetta, þar sem dagurinn var sólríkur. En maðurinn hlýtur að hafa tíu hendur og 50 klukkustundir í sólarhringnum. Og svo er hann náttúrlega listamaður af Guðs náð.

Spíóninn tók fullt af myndum sem ég sýndi Dísu seinna. Eftir að hún hafði skoðað þær féll dómurinn. "Æ, þetta er eitthvað Mettu Marit-legt allt saman". (Þið vitið, prónprinsessan). "En veggurinn hjá Ólafi er í góðu lagi, þó mér finnist nú skreytingarnar í danska húsinu betri". Svo mörg voru þau orð.

Það var ljúfsár tilfinning að ganga upp Karl Jóhann án þess að hafa höndina hennar Dísu í lófanum. Þessa götu þekkti ég mjög vel á árum áður, enda fastagestur í borginni vegna mikilla viðskipta Morgunblaðsins við norsk fyrirtæki í Ósló. Þarna eignaðist ég marga góða vini og enn eru nokkrir þeirra til staðar sem ég hef hitt.

Ég gekk Karl Jóhann á enda og var nú satt að segja að vonast til norski kóngurinn og Sonja litla myndu standa á svölunum og veifa mér. En það sást ekki kjaftur. Borðalagður náungi sagði mér að kóngurinn hefði skellt sér til Peking með frúna sem hefði áhuga á að skoða gullpeningana sem norskir íþróttamenn höfðu fengið.

Þá væri konungsdóttirin heldur ekki til staðar því hún væri alltaf uppnumin af englum á sunnudögum. Mátti ég frá hverfa án þess að hafa tekið í spaðana á kóngaslektinu.

Í gærkvöldi fórum við hjónin í langan göngutúr á núverandi mælikvarða sem tók allt að 10 mínútur. Okkur hefur verið tjáð að Dísa verði flutt yfir á "recovery"-deildina þar sem hún lagðist upphaflega inn. Hún hefur því legið á þrem mismunandi deildum frá því hún var lögð inn, recovery, intensiv og stepdown eins og þeir kalla það Norðmennirnir.

NÝJUSTU FRÉTTIR

Eftir heimsókn til Dísu í morgun óskaði ég eftir viðtali við hjartalækninn hennar sem var auðsótt mál. Þar kom fram að ákvörðun hafði verið tekin fyrr um morguninn um að aðgerðin færi fram n. k. fimmtudag, en þá er talið að hún eigi inni nægilegan kraft. Aðgerðin snýst um að festa vírinn sem enn er laus tryggilega. Hann sagði mér að planið væri að festa vírinn í sempum eða septus, en þá er minnst hættan á eitthvað alvarlegt gerist ef erfiðlega gengur að festa vírinn. Reiknað er með að þessi aðgerð taki eina klukkustund.

Dísa mín er áhuggjufull vegna þessarar aðgerðar og lái henni hver sem vill.  Ég bað Tómas lækni að fara vel yfir það sem ætti að gera og hughreysta hana eftir bestu getu. Hann fullvissaði mig um að hann myndi gera það. 

Ekki er ólíklegt að spítalavistinni ljúki á föstudaginn og Dísa flytji þá yfir á hótelið. Ég sagði Tómasi að við ættum pantað far heim þriðjudaginn 3. september og spurningin hvort ekki væri heppilegt að við héldum kyrru fyrir á hótelinu fram að þeim tíma. Honum leyst vel á það.

Það detta inn tvær myndir seinna í dag. Dísa vill kalla þær fyrstu fílupokamyndirnar, því hún var kvefsin við læknaliðið í morgun. Myndirnar voru teknar í framhaldi. Á annarri myndinni má sjá að henni er ekki skemmt eftir snerruna en hin er tekin þegar hún sagði við mig: "Ég má nú ekki láta svona" og setti upp hunangsblítt bros í framahaldi.

Með kveðju frá skrásetjara.

PS: Dísa er gríðarlega ánægð með drengina okkar. Henni þótti miður að missa af verðlaunaafhendingunni en Norðmenn svissuðu yfir í sína menn þegar leiknum var lokið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er gott að fá nýjar fréttir af ykkur hetjunum.  Aðal hetjan okkar er augljóslega að koma til, Guði sé lof fyrir það.  Hugur samstarfsfólks hér á Rannsókn er hjá ykkur öllum stundum.  Við erum þess fullviss að þetta gengur vel og hlökkum til að fá ykkur heim með "gullið"

Hlýjar kveðjur til ykkar héðan úr rigningunni.

Lísbet

Lísbet (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 13:08

2 identicon

Frábær pistill Ingi minn,elsku Addý mín þú stendur sem hetjan okkar allra.Það er verið að hugsa til ykkar öllum stundum.Addý það er ekki skrítið að þú sért kvíðin aðgerðinni á fimmtudag en elskan ætli sé nú ekki nóg komið.Þetta á eftir að ganga vel elskan hér heima verða allir með ykkur Inga í huganum.

Sigurður og allir biðja fyrir kveðjur til ykkar Inga.

Bless í bili

Þín Auda

Auður Ingibjörg (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 13:13

3 identicon

Hæ elskurnar

Flottar myndirnar af þér kæra mágkona, alveg sama hvort það eru "fýlupokamyndir" eða ekki . Hér á Fróni rignir og rignir og rignir.

Bumburnar mínar stækka og stækka og það styttist óðum í fjölgun no.1.

Hafið það sem allra best og 1000 kossar og knús til ykkar beggja

Frá Ásbjörgu og family

Ásbjörg (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 13:49

4 identicon

Elsku vinir.

Mikið er ég fegin að Arndís segi þeim til þarna á norska spítalanum, þeir geta örugglega lært heilmikið af henni. Þú ert böðuð í ljósi kæra vinkona hvern dag. Kveðja Ragnheiður

Ragnheiður Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:03

5 identicon

Heil og sæl,

 Gott að heyra að þið eruð jákvæð og vonandi að svo verði áfram.  Myndirnir eru fínar og sá ég engan fýlusvip þar.  Sendum ykkur svo baráttukveðju frá Flateyri.  Við höldum svo til Barcelona á Laugardaginn.  Við höldum áfram að fylgjast með málum hjá ykkur.  Allt hið besta.

Kalli og fjölskylda 

Karl Hjálmarsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 16:21

6 identicon

Kæru vinir.  Gaman að heyra hvað allt gengur vel hjá þér Addý mín. Ég býst ekki við að Ingi fái að sjá Sonju í siffonkjólnum í þessari ferð, en gæti orðið seinna, því það er trúlega farið að kólna í Osló. Hér hefur okkur borist inn um lúguna leikskrá fyrir leikárið næsta vetur í Borgarleikhúsinu, og held ég að þar sé margt áhugavert að sjá. Megi allar góðar vættir vera með ykkur.   Adda og Gunnsteinn.

Adda og Gunnsteinn. (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 17:58

7 identicon

Sæl elskurnar mín og þakkir fyrir allar þessar athugasemdir. Aðal fílupúkamyndin varð efir í gær en mun skila sér í dag.

Baráttukveðjur,

Ingi 

Ingvar (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 09:31

8 identicon

Við tökum náttúrlega nýja leikárið með trukki. Frekari ákvarðanir teknar þegar heim verður komið.

Kveðja, Ingi 

Ingvar Hjálmarsson (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 09:34

9 identicon

Hæ elskurnar

Smá knús frá okkur.

Ásbjörg og family

Ásbjörg (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 15:03

10 identicon

Sæl elskurnar, vona að allt sé á góðu róli og að vel gangi að safna kröftum fyrir fimmtudaginn. Það var ljúft að heyra að þú varst klár í leikinn á sunnudaginn Addý mín, guði sé lof að þetta var ekki leikur eins og við þá dönsku eða þá "spönsku" - meira að segja mér lá við áfalli þá. Það er auðvitað skýring á því Ingi að þú mættir ekki kóngsa á spássertúrnum þínum, hann og Sonja á chiffon kjólnum ásamt henni Mettu flottu hafa nátturulega verið í Kína, norsku stelpurnar unnu nefnilega gullið í handboltanum á laugardeginum :)

Elsku Addý mín, við hugsum til þín sem fyrr,

Baráttukveðjur, Ragga

p.s. Erla og Sævar biðja fyrir kærar kveðjur.

Ragga von Skorrdal (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Addý og Ingi
Addý og Ingi

Hér má finna ýmislegt sem varðar fjölskylduhagi og áhugamál

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalistinn

Þetta er bókalistinn minn.


Tónlistarspilari

Pelleperssons kapell - Auktionsvisa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband