24.8.2008 | 08:44
Dulinn kraftur
Öll lendum við í því einhvern tímann á ævinni að lífið tekur á okkur með óblíðum höndum og skyndilega stöndum við frammi fyrir aðstæðum sem krefjast hugrekkis og krafts sem við sjálf hefum ekki látið okkur detta í hug að við byggjum yfir.
Á þessum tímapunkti í lífi mínu er ég að upplifa þessa náð. Að fá hlutdeild í duldum krafti sem ég hefði haldið að ég hefði ekki yfir að ráða.
Ég hef fullvissu um að þessi duldi kraftur kemur m. a. frá ykkur öllum sem þið hafið sent með bænum og sterkum, jákvæðum hugsunum. Ég trúi því að æðri máttarvöld hafi einnig komið hér að, en síðast en ekki síst frá minni yndislegu konu, sem getur, þrátt fyrir erfið veikindi, ljáð mér enn frekari styrk.
Ég nefni þetta vegna þess að ég veit að þið hafið haft áhyggjur af minni líðan og ég get ekkert annað en þakkað ykkur öllum fyrir þá umhyggju.
Ég sjálfur hefði verið áhyggjufullur ef einhver í nánum tengslum við mig hefði staðið í svipuðum sporum og ég er í núna.
Við hjónin höfum eytt saman 46 árum og þau hafa gefið lífi mínu lit og fegurð. Hvergi hefði ég viljað vera á þessum tíma en hjá þessari konu sem ég elska og get nú með einhverjum hætti endurgreitt þá miklu hamingju sem hún hefur fært mér.
Okkur var ætlað að vera saman allt okkar líf og við eigum enn allnokkuð í land að klára þann kvóta.
Á forsíðu bloggsins okkar er lítil mynd af okkur efst vinstra megin. Ef þið smellið á hana fáið þið stærri útgáfu af myndinni. Það hjálpar mér að skoða hana af og til.
Kærar kveðjur,
Ingi
Á þessum tímapunkti í lífi mínu er ég að upplifa þessa náð. Að fá hlutdeild í duldum krafti sem ég hefði haldið að ég hefði ekki yfir að ráða.
Ég hef fullvissu um að þessi duldi kraftur kemur m. a. frá ykkur öllum sem þið hafið sent með bænum og sterkum, jákvæðum hugsunum. Ég trúi því að æðri máttarvöld hafi einnig komið hér að, en síðast en ekki síst frá minni yndislegu konu, sem getur, þrátt fyrir erfið veikindi, ljáð mér enn frekari styrk.
Ég nefni þetta vegna þess að ég veit að þið hafið haft áhyggjur af minni líðan og ég get ekkert annað en þakkað ykkur öllum fyrir þá umhyggju.
Ég sjálfur hefði verið áhyggjufullur ef einhver í nánum tengslum við mig hefði staðið í svipuðum sporum og ég er í núna.
Við hjónin höfum eytt saman 46 árum og þau hafa gefið lífi mínu lit og fegurð. Hvergi hefði ég viljað vera á þessum tíma en hjá þessari konu sem ég elska og get nú með einhverjum hætti endurgreitt þá miklu hamingju sem hún hefur fært mér.
Okkur var ætlað að vera saman allt okkar líf og við eigum enn allnokkuð í land að klára þann kvóta.
Á forsíðu bloggsins okkar er lítil mynd af okkur efst vinstra megin. Ef þið smellið á hana fáið þið stærri útgáfu af myndinni. Það hjálpar mér að skoða hana af og til.
Kærar kveðjur,
Ingi
Eldri færslur
Tenglar
Listi yfir góða tengla
Þetta eru tenglar yfir þá sem ég vill skoða daglega
- Moggavefurinn Besti vefur landsins
- Slóð á blogg Baldurs Legg til að þetta sé lesið vel
- Slóð á blogg Árna Lesa vel
- Slóð á blogg Skapta Og þetta er líka gott
Bloggið hans Ómars
Frábært blogg um náttúruvernd
- Bloggið hans Ómars Fínt blogg
Bla
Bla bla
Jói
Bloggið hans Jóa
Áhugavert efni
Bækur
Bókalistinn
Þetta er bókalistinn minn.
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Ingi minn og Addý!
Flott færsla og til hamingju með silfrið. Eins gott að leikurinn var ekki meira spennandi, veit ekki hvort Addý hefði mátt horfa ef leikurinn hefði boðið upp á einhverja ógnar spennu. Ég er mjög stolt af "strákunum okkar"
Addý mín, vona að þú eigir góðan dag.
Gummi biður að heilsa.
Ella The. (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 10:21
Takk fyrir að fá að lesa fallegar hugrenningar.
Megi almættið sjá til þess að elsku Addý nái fullum bata sem allra allra fyrst.
Kveðja frá Lísbet
Lísbet (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 10:30
Elsku Addý og Ingi, mikið gladdi okkur Sigurð pistill þinn Ingi minn frá í morgun,líður Addý sem sagt betur núna gat hún sofið betur í nótt ?.
Við vorum heima í gærkvöldi og mikið hugsað til ykkar og spilaðar "Ave Maríur" aftur og aftur.Ingi minn er eitthvað sem ég get gert til að létta ykkur álagið sem þið eruð að upplifa láttu mig þá vita.Vinkonur okkar eru í fullri vinnu við að biðja fyrir ykkur og okkur öllum.
Best kveðjur frá Sigurði og öllum hér heima.
Bless elskur Auda
Auður Ingibjörg (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 10:45
Elsku Arndís.
Í gær var ég á vakt og hitti Aldísi er hún kom á næturvakt. Hún bað mig að skila til ykkar innilegum kveðjum og sagðist alltaf vera með þig í huga
Í huga mínum sé ég fyrir mér að ljós Guðs lyfti þér upp, beri þig yfir erfiðasta hjallann og gefi þér byr. Svo sé ég fyrir mér bjarta brosið þitt, einbeittan viljann og kappið sem er svo ríkt í þér og bið Guð að gæta þess að þú farir ekki of skart. Þá sé ég mynd af okkur öllum í kring í fögnuði og þakklæti fyrir hvað allt gengur vel og norska hjálparliðið alveg steinhissa á þessari íslensku drottningu, sem slær öllum öðrum drottningum við, líka þeirri norsku. Ég sé fyrir mér næstu ár þín björt og fögur, þar sem kærleikur og viska ræður ríkjum. Svo leyfi ég mér þegar þarna er komið að að sjá fyrir mér að við ætlum að hittast til að að tala saman um lífið og tilveruna, um það sem skiptir raunverulegu máli og við erum alltaf í sólskini,hvar sem við göngum.
Ástarkveðja til ykkar beggja. Ragnheiður
Ragnheiður Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 13:21
Sæl Addý og Ingi!
Þið eruð í "sigurliðinu" eins og "strákarnir" okkar, en þið fáið "gullið". Heyri og veit að leiðin er upp úr dalnum og á toppinn skal haldið. Þar veit ég, Addý mín að þín bíður betri líðan. Í ólánum leynist oft lán, ekki bara eitt en mig grunar mörg. Ræði það betur við þig í þínu hreyðri fyrir austan. "KOMA SVO" .
Ingi! kysstu Addý frá okkur öllum. Björg biður vel að heilsa.
kv
Ásgeir Th
Ásgeir Th (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 17:00
Elsku Addý min þú ferð ekki úr huga mér,þú ert náttúrlega ekki bara hetja þú ert algjörlega ótrúleg meðal okkar allra ég hef alltaf vitað það.Vona elskan að þú fáið góðan nætursvefn Sigurður biður að heilsa og biður fyrir kveðju til Inga. Góða nótt elskan mín.
Þín auda
Auður Ingibjörg (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 00:04
Elsku Addý og Ingi
Það var erfitt að vera ekki í netsambandi um helgina, en ég fékk símtal frá Öddu frænku sem lét mig vita hvernig ykkur liði. Elsku Addý mín, þú ert algjör hetja og Guð gefi þér styrk til þess að vera það áfram. Það er dásamlegt að lesa pistlana þína Ingi minn og Guð gefi þér styrk til þess að halda áfram.
Sendi ykkur 1000 kossa og fullt af knúsi.
Ásbjörg
Ásbjörg (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.