28.8.2008 | 05:52
Í upphafi dagsins
Ég sit hér við gluggann á hótelherberginu og horfi á nóttina hörfa undan deginum sem hægt og sígandi mjakar sér upp á himininn. Íbúarnir sjálfir eru fæstir komnir á kreik, en þó má sjá eina og eina mannveru á stjái. Dagurinn ætlar að verða bjartur og fagur líkt og sú sem mér stendur næst.
Þeir sem hæst láta eru máfarnir, en þeir virðast hafa vaknað með mér. Lífsbaráttan á þeim bæ er hafin af fullum krafti.
Eftir tvo tíma hefst svo barátta Dísu minnar í þriðju og síðustu aðgerðinni hér í Osló. Veikindasaga hennar hefur verið þyrnum stráð og síðustu fimm árin reynst henni mjög erfið. Sex skurðaðgerðir hafa verið framkvæmdar á þeim tíma og enn er barist.
Karakter þeirra sem berjast á slíkum vígvöllum ræður þó miklu í bardaganum, jafnvel þó vopnin séu stundum frá þeim tekin þegar mest á reynir. Eitt vopn er þó ekki hægt að taka frá þessari elsku, en það er hugrekkið og trúin á að allt fari vel að lokum.
Með þessu vopni hefur hún barist og oftar en ekki beitt af slíkri fimi að andstæðingurinn hefur þurft undan að láta, þrátt fyrir að hafa yfir að ráða vopnabúri sem gæti sigrað hvaða andstæðing sem væri.
Dagurinn í dag verður stríðsdagur. Það er þreytt en hugrökk manneskja sem mætir í það stríð og hún þekkir vígvöllinn líkt og hendurnar á sér. Það er hennar styrkur.
Við sem skipum bakvarðasveitina fylkjum okkur um stríðsmanninn okkar því við vitum öll að hún mun hafa sigur. Sigur sem felst m. a. í því að hún og andstæðingurinn munu semja um vopnahlé, því nú er nóg komið.
Framundan eru góðir tímar með vinum og ættingjum. Og í Kaupmannahöfn bíður lítill drengur, augasteinninn hennar ömmu sinnar eftir að hitta hana.
Já, það er margt yndislegt að lifa fyrir og við ætlum öll að taka þátt í því.
Heyrumst frekar seinna í dag.
Kveðja,
Ingi.
Eldri færslur
Tenglar
Listi yfir góða tengla
Þetta eru tenglar yfir þá sem ég vill skoða daglega
- Moggavefurinn Besti vefur landsins
- Slóð á blogg Baldurs Legg til að þetta sé lesið vel
- Slóð á blogg Árna Lesa vel
- Slóð á blogg Skapta Og þetta er líka gott
Bloggið hans Ómars
Frábært blogg um náttúruvernd
- Bloggið hans Ómars Fínt blogg
Bla
Bla bla
Jói
Bloggið hans Jóa
Áhugavert efni
Bækur
Bókalistinn
Þetta er bókalistinn minn.
Athugasemdir
Elsku Addý og Ingi
Bið allar góðar vættir og engla heimsins að fylgja ykkur nú og ætíð. Elsku Addý mín það var gaman og gott að lesa línurnar frá þér. Bið um styrk og ljós ykkur til handa.
Baráttukveðjur, 1000 kosar og fullt af knúsi
frá Ásbjörgu
Ásbjörg (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 08:11
Ingi minn, Þið eruð bæði svo sterk og dugleg, ég veit það tekur líka mikið á að vera í þínum sporum.
Ragga
Ragga (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.