1.9.2008 | 07:53
Hugurinn stefnir heim
Nú erum við hjónin farin að veita okkur þann munað að telja niður dagana þar til við förum heim. Allt lofar góðu fyri þá ferð, en gæta þarf sérstaklega að því að Dísa þreytist sem minnst í því ferðalagi öllu. Ég er búinn að gera ráðstafanir um að við fáum hjólastól þegar við komum út á Garemoen, enda byggingin mikil að umfangi.
Sama mun gilda þegar heim verður komið. Þar verður ekið með stæl um gangana.
Dísa svaf vel í nótt, borðaði morgunverð og ætlar nú að fá sér lúr. allt snýst um að gera undirbúninginn undir heimferðina sem þægilegastan. Þó við vitum bæði að þessi dagur verði erfiður, þá er hugsunin að komast heim öllum erfiðleikum yfirsterkari.
Skrásetjari mun nú eitthvað setja inn á morgun áður en þessum annálum líkur endanlega.
Heyrumst frekar á morgun.
Eldri færslur
Tenglar
Listi yfir góða tengla
Þetta eru tenglar yfir þá sem ég vill skoða daglega
- Moggavefurinn Besti vefur landsins
- Slóð á blogg Baldurs Legg til að þetta sé lesið vel
- Slóð á blogg Árna Lesa vel
- Slóð á blogg Skapta Og þetta er líka gott
Bloggið hans Ómars
Frábært blogg um náttúruvernd
- Bloggið hans Ómars Fínt blogg
Bla
Bla bla
Jói
Bloggið hans Jóa
Áhugavert efni
Bækur
Bókalistinn
Þetta er bókalistinn minn.
Athugasemdir
Elsku Addý og Ingi.
Það hefur verið gott að fá að fylgjast með og sjá myndir af ykkur. Það er ekki að spyrja að því, auðvitað var Laxness með í för og ég veit að húslestur að hætti Inga á án efa sinn þátt í bata.
Ég ræddi við Auði Gná í morgun vegna heimflugs.
Það er gott að búið er að panta spítthjólasstól og vona að Addý fái bestu græjuna. Ég held að það væri heldur ekki verra að fá aukaskammt af hressingarsúrefni. Það er mjög oft gert og þá er kúturinn hafður til fóta og dugar allt flugið.
Ég hefði helst viljað vera á fluginu sjálf og græja þetta en hef ekki náð enn í freyjurnar sem skráðar eru á flugið. Ég er ekki búin að gefa upp alla von með það að vera á þessu flugi, en ég verð allavega búin að "briefa" freyjurnar þannig að vel verði um ykkur séð. Varðandi bókun á fluginu, þá er óvenju þétt setin bekkurinn þennan daginn en Auður hefur sagt ykkur allt um það.
Ég fylgist með sem fyrr og hlakka til að sjá ykkur aftur. Við mæðginin hugsum til ykkar og sendum hlýjar kveðjur.
Ykkar Ella Brynjólfs.
Elín Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 11:09
Hæ elskurnar
Gott að heyra að allt gengur vel. Það er ekki spurning að Laxnes klikkar ekki. Það verður yndislegt hjá ykkur að koma heim og ég tala nú ekki um að fá svona frábæra aðstoð frá Ellu Brynjólfs. Vonandi hafið þið það sem allra best.
1000 kossar og fullt af knúsi
frá Ásbjörgu og family.
Ásbjörg (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 12:50
Elsku Ella mín.
Við erum búin að ganga frá uppærslunni á Saga class og allt hefur gengið a óskum. Það verður aukaskammtur af súrefni og spítthjólastólar á báðum endum.
Þökkum þér enn og aftur alla hjálpina og kysstu mömmu frá okkur. Sannir vinir í raun.
Kveðja, Addý og Ingi
Ingi og Addý (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 14:29
Elsku Ábjörg mín.
Ástarþakkir fyrir allar athugasemdirnar og og öll þín fallegu orð. Gaman að fá sendinguna frá Kristrúnu.Okkur sýnist að það líði ekki á löngu þar til amma þurfi að fara að spenna á sig hlaupaskóna.
Kveðja, Addý og Ingi
Addý og Ingi (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 14:32
Heil og sæl bæði tvö,
Komst nú loks aftur inná síðuna eftir að hafa verið að ferðalagast og svona hitt og þetta síðustu þrjá dag. Gott að heyra að allt gengur vel og gaman að sjá myndirnar af Addý. Sýnist konan nú bara vera stálsleginn. Við erum kominn í hitann þannig að nú gengur maður um sokkalaus í stuttbuxum og stuttermabol og svitnar. Ég vona að heimferðin gangi vel og bið fyrir kveðjur frá mínu fólki. Lifið heil.
Kalli og fjölskylda.
Karl Hjálmarsson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 16:19
Rosa flottar myndir af frúnni :) Góða ferð heim elskurnar, vona að allt gangi vel og sé að búið er að gera allar ráðstafanir.
sjáumst - Ragga
Ragga von Skorrdal (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 17:44
Addý mín kæra vinkona og vinnufélagi.þetta er nú búið að vera meira ferðalagið á þér,en gamli drekinn stóð sig með prýði og meira en það,
það hefur verið gott að geta fylgst með þér frá degi til dags og vonandi er þetta byrjun á betra heilsufari en undanfarin ár,vona að heimferðun gangi vel,er með smá áhyggjur og hefði helst viljað senda
lækni með þér heim,þekkir þú ekki einhverja?
Kveðja Erna(alltaf með áhyggjur)
erna (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.