1.9.2008 | 07:50
Konurnar sem sáu um hana Dísu mína
Af þeim hópi sem kom með einum eða öðrum hætti að sjúkralegu Dísu, eru fjórar konur sem eru sérstaklega minnisstæðar. Myndir af þeim er að finna í albúminu (nýjustu myndirnar) og nú kemur hér smá lýsing frá mér um hverja fyrir sig.
Konan sem er efst, lengst til vinstri heitir Elenita Mable og er lífeindafræðingur. Hún tók á móti okkur strax í upphafi og sýndi af sér mikla góðsemi. Hún gaf sér tíma til að fara á milli deilda til að heimsækja Dísu eftir að hún frétti um erfiðleikana sem upp höfðu komið.
Næst í röðinni er Liv Helga, hjúkrunarfræðingur sem vann á Step down deildinni, en þangað var Dísa flutt eftir stóru aðgerðina. Einstaklega elegant og fín kona sem hugsaði með afbrigðum vel um Dísu. Þegar myndin er tekin var hún reyndar að hætta á deildinni og var að koma til að kveðja. Hún og unnustinn voru að flytja til Bergen, en þar ætlar pilturinn að hefja nám og hún mun vinna sem hjúkrunarfræðingur "og hætta á vöktum"sagði hún brosandi. Mikil heppi að hún skyldi vera til staðar meðan við vorum hér.
Þá er komið að Sygelin, sú sem situr við hliðina á Dísu. Hún er hjúkrunarfræðingur á hjerte / thorax deildinni og hugsaði mjög vel um mína konu. Hláturmild með afbrigðum og átti til að taka danspor af og til.
Og síðast en ekki síst hún Sunneva okkar, skurðhjúkrunarkona, (í grænum fatnaði) sem var með Dísu í báðum aðgerðunum sem tengdist gangráðinum. Þessi kona tók slíku ástfóstri við Dísu að það hálfa hefði verið nóg. Hún tók af okkur loforð að ef við værum einhvern tíma í Osló sem ferðamenn, þá yrðum við að vera í sambandi við hana svo hún gæti boðið okkur heim.
Þessi kona kemur frá Svalbarða og er vön að hafa vindinn í fangið og takast á við óblíðar aðstæður. Hún er það sem Dísa mín kallar "no nonsense" kona og það eru mjög fáir aðilar sem fá þá orðu hjá henni.
Til þessara kvenna sendum við margfaldar kveðjur og þakklæti.
Addý og Ingi
Eldri færslur
Tenglar
Listi yfir góða tengla
Þetta eru tenglar yfir þá sem ég vill skoða daglega
- Moggavefurinn Besti vefur landsins
- Slóð á blogg Baldurs Legg til að þetta sé lesið vel
- Slóð á blogg Árna Lesa vel
- Slóð á blogg Skapta Og þetta er líka gott
Bloggið hans Ómars
Frábært blogg um náttúruvernd
- Bloggið hans Ómars Fínt blogg
Bla
Bla bla
Jói
Bloggið hans Jóa
Áhugavert efni
Bækur
Bókalistinn
Þetta er bókalistinn minn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.