29.8.2008 | 11:24
Nóttin var til fyrirmynda
Dísa mín svaf ágætlega í nótt og mókti þægilega þegar ég kom til hennar rúmlega hálf tíu. Við fórum svo í göngutúr um gangana eins og við gerum gjarnan meðan við ræðum landsins gagn og nauðsynjar. Við verðum að halda okkur innan ákveðins svæðis svo mælitækin sem fest eru á Dísu geti staðfest hvar hún er þá stundina.
Klukkan tólf átti svo að fara fram skoðun hjartalæknisins og frekari fínstilling á gangráð. Ég heyri betur hvernig það hefur gengið á eftir.
Annars er almennt farin að færast ró í beinin á undirrituðum. Ég vakna að öllu jöfnu um hálf sex leytið og er kominn niður í matsal uppúr kl. sjö. Þar er þá fáa að finna utan vansvefta foreldra með stýrur í augum og barn í vöggu. Litla krílið sýnir foreldrunum þá hugulsemi að láta af kjökrinu og er steinsofnað þegar hér er komið sögu.
Þa er hér einnig af og til hjúkrunarfólk sem er að koma af næturvöktum og ég vil kalla "Hetjur næturinnar" Það er að næra sig áður en það heldur heim á leið.
Nú, þegar ég kom svo upp á herbergi eftir morgunverðinn sveif á mig slík syfja að ég áhvað að kasta mér smá stund. Munaði litlu að ég yrði af morgunheimsókninni, svo vel entist mér lúrinn.
Eki veit ég hvort leyniþjónustan er búin að lesa bloggið og Sonja í framhaldi sett stopp á siffonkjólakaup. Hvað sem því líður hefur verið óvenju góð færð fyrir bloggfærslur undanfarna tvo daga og þær runnið að mestu ljúflega á milli.
Myndir hef ég sent í tölvupósti og hefur það gengið án vandræða ef myndin hefur verið tekin með símanum mínum. Ef ég reyni hins vegar að senda myndir sömu leið sem hafa verið teknar með myndavél þá byrjar kvikindið að kúgast og gefst svo upp á öllu saman.
Þannig komust ekki tvær myndir til ykkar í gær. Fallega brosið hennar Dísu og stórmeistarinn Tómas. En þriðja myndin hafði það af, enda tekin á síma á sínum tíma. Sú mynd var tekin fyrir einhverjum misserum í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið upp við vötnin. Við höfðum farið með Húgó Breka á barnatónleika og þá var Dísa fest á filmu á gleðistund.
Heyrumst síðar.
Kveðja,
Ingi
Eldri færslur
Tenglar
Listi yfir góða tengla
Þetta eru tenglar yfir þá sem ég vill skoða daglega
- Moggavefurinn Besti vefur landsins
- Slóð á blogg Baldurs Legg til að þetta sé lesið vel
- Slóð á blogg Árna Lesa vel
- Slóð á blogg Skapta Og þetta er líka gott
Bloggið hans Ómars
Frábært blogg um náttúruvernd
- Bloggið hans Ómars Fínt blogg
Bla
Bla bla
Jói
Bloggið hans Jóa
Áhugavert efni
Bækur
Bókalistinn
Þetta er bókalistinn minn.
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæru hjón. Þessi pistill þinn, Ingi minn, gladdi okkur mikið. Það er alltaf til marks um vellíðan að ná góðum svefni. Kossar á kinn Addýar frá okkur, og líka á þinn vanga Ingi minn. Við höfum verið stöðug á vaktinni að gá að góðum færslum þínum. Adda og Gunnsteinn.
Adda og Gunnsteinn (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 11:35
Ástarþakkir til ykkar einnig.
Kveðja, Ingi
Addý og Ingi, 29.8.2008 kl. 11:40
Frábært að heyra að Addý líði vel og að hún hafi sofið vel. Eftir að það var orðið ljóst að aðgerðin í gær hefði gengið vel, þó svo að hún hafi verið lengri tíma en búist var við, þá var eins og allur kraftur væri farinn úr manni. Ég held að þetta hafa verið yfir alla línuna hjá því fólki sem hefur fylgst með henni. Það er frábært að þetta skuli vera yfirstaðið. Gummi biður að heilsa og við vonum að þið eigið góðan dag og ennfremur góða nótt. Góður svefn er gulls ígildi við svona aðstæður.
Reyndar kominn ný málsháttur "Gott silfur er gulli betra" (Valgeir stuðari).
Verðum í sambandi
Ella The. (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 13:21
Yndislegar fréttir af nóttinni,nú verður framhaldið eins gott elsku Addý mín og Ingi,hérna heima er leiðinlegt veður komið dálítið haust.
Elskur látið okkur vita ef eitthvað er hægt að aðstoða ykkur.Bænir verða beðnar áfram elsku Addý mín,systurnar í Hafarfirði eru farnar að þekkja Sigurð í síma þegar hann hringir til þeirra.
Bless að sinni, Sigurður biður að heilsa.
Ykkar Auda
Auður Ingibjörg (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 17:45
Elsku Addý og Ingi okkur langaði til að senda ykkur kossa og RISAknús yfir hafið, höfum verið að fylgjast með hér á síðunni:) Bumburnar stækka og stækka og styttist óðum í einn lítinn, stakk einmitt uppá því við mömmu að kaupa tvö beisli hið snarasta ef hún ætlaði að eiga eitthvað í þessa tvo orkubolta svo mikil eru spörkin og lætin í bumbunum hjá okkur systrum. Hafið það sem allra best kv. Kristrún og Ásrún
Kristrún Ýr (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.