28.8.2008 | 16:31
Frekari fréttir af bata
Nú er líða tekur á dag er allt með kyrrum kjörum hjá minni elskulegu konu. Henni líður vel, en viðurkennir að hún verði ekki róleg fyrr en komið er fram á miðjan dag á morgun. Ég er sama sinnis, en veit þó innst inni að stríðið er unnið.
Það var aðdáunarvert að sjá hvernig fólkið sem sá um aðgerðina kvaddi hana. Tómas strauk henni um kinn og hældi henni á hvert reipi. Skurðstofuhjúkrunarkonurnar struku henni og önnur þeirra, sem hefur verið okkur mikil stoð, kvaddi hana með sérstökum hætti eftir að við höfðum ekið henni saman inn á stofuna hennar. Hún tók um báðar hendurnar hennar og sagði við hana að hún væri búin að vera á þessu starfi í 30 ár og alltaf væri hún að læra eitthvað nýtt. Í dag hefði hún lært að sjúklingur getur verið erfiður (í óeiginlegri merkingu) þegar kemur að aðgerð, en á sama tíma sýnt ótrúlegan styrk meðan þau vinna verk sín.
"Ég mun ekki gleyma þér" sagði hún og faðmaði hana.
Ég hitti Tómas síðar um daginn og hann staðfesti að allt hefði gengið vel. Ákveðið hefur verið að hún yrði á spítalanum fram yfir helgi til að allt yrði algjörlega öruggt. Það gladdi Dísu og mig. Ég veit að hún vill hvergi annars staðar vera.
Eftir helgi skýrist svo hvað verður um heimfarardag.
Ég sendi þrjár mynd sem munu birtast eftir að þessi færsla er komin í loftið.
Ein af Dísu minni eftir að búið var að koma henni fyrir á stofunni eftir aðgerðina. Hún lumar á brosi til okkar þó dagurinn hafi verið erfiður.
Síðan mynd af Tómasi, þeim mikla snillingi sem framkvæmdi hjartaaðgerðirnar tvær. Á meðan á hjartaaðgerðinni stóð spurði Dísa:
"Tomas. In a scale of 1 to 10 how difficult is this operation" Og svarið var: "Around 6". Og stuttu seinna sagði hún:
"Thomas, this will be your masterpeace" Og hann svaraði af bragði: "Yes mam". Já einmitt. og þessar umræður voru í gangi á meðan hann var að þræða og festa.
Og síðasta myndin er náttúrlega dásamleg. Þarna er hún ástin mín, algjörlega ómótstæðileg hvenær sem er sólarhringsins.
Dagur er að kvöldi kominn. Eftir heimsóknina á eftir ætla ég að finna mér einhvern notalegan stað, fá mér kvöldverð, glas af víni, hugsa til hennar og ykkar allra og reyna að senda til baka eitthvað af þeim undursamlega vef sem þið hafið ofið í kringum okkur.
Kveðja,
Ingi.
Eldri færslur
Tenglar
Listi yfir góða tengla
Þetta eru tenglar yfir þá sem ég vill skoða daglega
- Moggavefurinn Besti vefur landsins
- Slóð á blogg Baldurs Legg til að þetta sé lesið vel
- Slóð á blogg Árna Lesa vel
- Slóð á blogg Skapta Og þetta er líka gott
Bloggið hans Ómars
Frábært blogg um náttúruvernd
- Bloggið hans Ómars Fínt blogg
Bla
Bla bla
Jói
Bloggið hans Jóa
Áhugavert efni
Bækur
Bókalistinn
Þetta er bókalistinn minn.
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Toyotan komin í leitinar
- Íslendingar hefja innreið á bandarískan markað
- Eldur kom upp í Þykkvabæ
- Eldri borgarar þurfa að sanna ökuhæfni sína
- Fleiri á móti því að íslenskur her verði stofnaður
- Bíl stolið í Mosfelllsbæ
- Segir alla þurfa að taka ábyrgð á fjölbreytileika
- Óbyggðanefnd fellst á rök landeigenda
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æðislegar fréttir en ég vil sjá næsta sólarhring, hver klst.fyrir mér er bati hjá elskunni okkar allra.Ingi minn mikið hefur létt okkur öllum biðina með þínum ómetanlegu pistlum.Kysstu Addý frá okkur Siguði verðum í sambandi á morgun.
Bless elskur Auda
Auður Ingibjörg (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 19:31
Yndilslegu hjón.
Mikið er gott að heyra og sjá að Addý er að braggast. Við höfum fylgst með og sent hugskeyti og bænir og höldum því áfram.
Kær kveðja frá Davíð.
Koss og knús til ykkar beggja,
Ella Brynjólfs.
Elín Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 21:12
Elsku vinir. Nú er syngjandi inni í höfðinu á mér: "Oooog þá var kátt í höllinni, höllinni , höllinni og þá var kátt í höllinni, höllinni!"
Innra með mér finn ég bara fögnuð, engan efa. Kveðja Ragnheiður
Ragnheiður Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 22:58
Ég fyllist fögnuði við þessar fréttir. Og mikið er það gott...
Ég er þess fullviss að Arndís okkar verður full orku og krafti innan tíðar.
Hér á rannsókn samgleðjast allir og senda kveðju.
Lísbet
Lísbet (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 08:02
Elsku Addý og Ingi
Dásamlegar fréttir! Sendi ykkur ljós og bænir um framhaldið. Ég veit að þetta á allt saman eftir að fara vel. Hún mágkona mín er engin smá kjarnorkukona. Hafið það sem allra best.
1000 kossar og fullt af knúsi
frá Ásbjörgu og family.
Ásbjörg (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 08:13
Bara frábært elsku vinir, vona að nóttin hafi verið góð og það er gott að vita að þú verður á spítalanum fram yfir helgi Addý mín - öryggið á oddinn :)
kveðja frá Röggu
Ragga (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 10:03
Ástarþakkir fyrir allt og allt. Engin orð geta lýst því.
Kveðja,
Ingi
Addý og Ingi, 29.8.2008 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.