Leita í fréttum mbl.is

Yndisleg tíðindi

Eftir fjögrra klukkutíma, erfiða aðgerð er Dísa mín komin á Recovery á hjartadeildinni. Þar með rættist spáin um að ef erfiðleika bæri að höndum gæti aðgerðin dregist á langinn.

Stóra vandamálið var að tengja vírana við gangráðinn sjálfan og læknirinn sagði henni á eftir að hann hefði ekki lent í því öllu erfiðara. Henni var tjáð að þetta væri að einhverju leiti anotómísk vandamál án þess að það væri skýrt nánar. Líklega verður betri skýring gefin á því í dag eða á morgun.

Hjartagangssérfræðingurinn lét þó hafa eftir sér að þetta hlyti að hafa haft áhrif á líðan hennar undanfarin misseri svo þetta vandamál virðist hafa verið til staðar í einhvern tíma.

Hvað sem því líður  voru þræðirnir þrír fjarlægðir, einn nýr settur í staðinn og sá sem í lagi var hélt sæti sínu. Þetta var framkvæmt með einhvers konar rafmagnsaðferð og Dísa fann greinilega brunalykt meðan á þessu stóð,

Aðgerðin var frmkvæmd með deyfingu en ekki svæfingu eins og Addý hafði verið tjáð af Hirti áður en við lögðum af stað. Þannig að þetta reyndi meira á mína konu fyrir bragðið. Þetta gekk þó að mestu þrautalaust eða þar til farið var að sauma. Þó tók helvíti í.

Í aðgerðinni voru þrjár hjúkrunarkonur, skurðlæknirinn og gangráðssérfræðingur. Þegar vandamálið með tenginguna kom í ljós bættist síðan við einhver óskilgreindur hópur af fólki sem Dísa hafði ekki tök á að fylgjast með. Hvað sem því líður tókst tengingin með ágætum.

Ég sjálfur beið í fjóra og hálfan tíma upp á hótelherbergi og var þá orðinn svo áhyggjufullur að ég gekk yfir á hjartadeildina. En um leið og ég gekk inn á deildina var verið að rúlla Dísu út af skurðstofunni. Þetta var bara eins og í alvöru Hollywoodmynd, nema mínar tilfinningar þegar ég sá hana. Þær voru ekta.

Þegar hún var komin á Recovery tók við vanabundið eftirlit. Svo var spurt hvort Dísa vildi ekki mat, og þegar hún fékk að vita að í boði væru sænskar kjötbollur, sló hún til.

Bætt svo við rabbabaragraut.

Ég tók mynd af henni og ætlaði að láta hana fylgja með. En tölvuflyðran er eitthvað að stríða mér þannig að ekki tókst það. Reyni aftur síðar og athuga þá hvort tengingin verði betri.

Hér í Osló er nú algjört úrhelli enda trúi ég því að guðirnir gráti af gleði með þessa frábæru niðurstöðu. Já, og meðan ég man. Guð blessi norska kónginn og þjóðina alla. Ég er jafnvel viss um að Dísa tekur Mette krónprinsessu í sátt eftir þetta allt. 

Hún hefur verið frekar ólukkuleg eð konungsslektið  hér í Noregi. En að sjálfsögðu eru Norðmenn bara Íslendingar sem tala norsku.

Við hjónakornin biðjum að heilsa og skrásetjarinn mun svo mta aftur innan tíðar með nýja færslu.

En nú er ég á eið til vinar og ástkonu til 46 ára. Og hjörtu okkar beggja slá í takt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Addý og Ingi

Guð sé lof að þetta er búið og allt gekk svona vel.

Sendi ykkur ljós og óskir um góðan bata.

Hlakka til að heyra aftur frá ykkur.

1000 kossar og endalaust knús.

Ásbjörg

Ásbjörg (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 13:49

2 identicon

Frábært, frábært að þessu skuli vera lokið

Skilaðu kveðju og óskum um góðan og skjótan bata til hennar frá okkur í Akraselinu. Láttu hana líka vita að strákarnir okkar unnu Pólverjana í morgun, það gleður hana örugglega. Verðum í sambandi.

Ella The. (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 16:07

3 identicon

Dásamlegt að þetta gekk. Þegar ég sá myndirnar af elsku vinkonu minni með sænskar kjötbollur fyrir framan sig þá runnu bara tár niður vanga. Ótrúlegt að hún hefði kraft til að borða eftir allt saman, það lofar góðu! Arndís mín, mikið er ég fegin að þeir komust að því hvað væri að því þá var hægt að koma með lausnina.

Guðbjörn biður að heilsa.

RBEN

Ragnheiður Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 16:31

4 identicon

Elsku vinir góðar fréttir eru allt sem við vildum heyra.Addý mín þetta hefur líklega verið erfitt en nú hugsum við bara um góðan tíma framundan.Erum með ykkur allann tímann þar sem sloknar ekki á tölvunni.Bestu kveðjur til ykkar Inga.

Auda og Sigurður

Auður Ingibjörg (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 16:32

5 identicon

Mikið gladdi mig að lesa um hve vel gekk og að sjá myndirnar.  Svona stundir eru sannkallaðar gleðistundir og Guðsþakkarverðar. 

Arndís þú ert hetja og saman eruð þið flott (eins og sonur minn sagði forðum um ykkur).

Kveðja frá vinnufélögum á Lansanum.  

Lísbet

Lísbet (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 17:23

6 identicon

Jæja gott að heyra að allt gekk vel og vonandi verður framhald á því.  Leist ansi vel á þessar kjötbollur og mun setja þær á óskalistann minn á næstu dögum.  Hér á Vestfjörðum er logn og blíða.

 Biðjum kærlega að heilsa,

 Kalli og Family,

Karl Hjálmarsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 18:05

7 identicon

Hæ elsku Addý og Ingi.

Frábært að heyra að þetta hafi allt saman gengið vel!

Stórt knús frá okkur á Skólabrautinni.

Mbk.

P.

Palli (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 20:38

8 identicon

Yndislegt að heyra að allt gekk vel, góð tíðindi þetta og vonandi að áframhald verði á góðum fréttum næstu daga. Frúin tekur sig bara ansi vel út með kjöttbullarna, það er ekki að spurja að þessum Norsurum. og ég spyr nú bara - er eitthvað að henni Mettu, svo ansi hreint altíðleg og sæt ! Hér skín sól í heiði, sannkölluð sumarsblíða og allir hálf syfjaðir enda fólk að vakna um miðjar nætur til þess að horfa á okkars í Kína. Nú er bara að afgreiða þá spænsku á föstudaginn og þá getum við endanlega fallið í sæluvímu. Þið haldið áfram að slá í takt elskurnar,eins og þið hafið alltaf gert, og hafið það sem allra best, Ragga

Ragga (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 09:49

9 identicon

Gott að heyra að allt gekk vel  frábærar fréttir.

Baráttukveðjur frá Krókahrauni

Sölvi og fjölskylda

Sölvi og family (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Addý og Ingi
Addý og Ingi

Hér má finna ýmislegt sem varðar fjölskylduhagi og áhugamál

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Bækur

Bókalistinn

Þetta er bókalistinn minn.


Tónlistarspilari

Pelleperssons kapell - Auktionsvisa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband