19.8.2008 | 18:28
Komin heilu og höldnu
Ósló tók vel á móti okkur hjónunum þegar við lentum á Gardemoe. Sól og blíða gaf fögur fyrirheit um bjarta daga. Ókum sem leið lá til spítalans og vorum mætt til innskráningar kl. 2:30 að hérlendum tíma. Tekið vel á móti okkur og læknirinn sem framkvæma á aðgerðina fór yfir öll mál með Dísu.
Þarna kom að vísu í ljós að þetta var ekki doktor Eyvind (sem við Dísa höfum kallað okkar á milli Fjalla Eyvind) sem okkur hafði verið sagt að myndi framkvæma aðgerðina, heldur annar skurðlæknir.
En hvað um það.
Í framhaldi voru gerðar ýmsar rannsóknir og við stikuðum á milli deilda og fórum um ýmsa ranghala. Allt gekk þetta eins og í sögu og við vörum komin upp á hótel umm fimmleytið.
Addý á svo að mæta í aðgerð kl. 7:30 á morgun og læknirinn tjáði henni að aðgerðin gæti tekið frá einni klukkustund upp í fjórar, allt eftir því hvernig gengi að greiða úr vírunum. Morgundagurin leiðir í ljós hvernig mau mál munu ganga.
Þetta er gríðarstór komplex hér en sem betur fer er hótelið stutt frá hjartadeildinni svo það er ekki langt að fara á milli.
Frændur okkar Norðmenn hafa tekið afar vel á móti okkur og háir sem lágir fullvissað okkur um að allt muni ganga vel hjá okkur og því trúum við einnig.
Eftir að þessu var öllu lokið fengum við okkur léttan kvöldverð og þá var Dísa mín orðin ansi framlág. Þegar þetta er skrifað er hún komin undir sæng.
Síðan verður vaknað kl. sex í fyrramálið.
Við sendum kveðjur til ykkar allra heima.
Skrásetjari sest svo niður á morgun og skrifar hvernig staðan er á þeim tímapunkti.
Eldri færslur
Tenglar
Listi yfir góða tengla
Þetta eru tenglar yfir þá sem ég vill skoða daglega
- Moggavefurinn Besti vefur landsins
- Slóð á blogg Baldurs Legg til að þetta sé lesið vel
- Slóð á blogg Árna Lesa vel
- Slóð á blogg Skapta Og þetta er líka gott
Bloggið hans Ómars
Frábært blogg um náttúruvernd
- Bloggið hans Ómars Fínt blogg
Bla
Bla bla
Jói
Bloggið hans Jóa
Áhugavert efni
Bækur
Bókalistinn
Þetta er bókalistinn minn.
Athugasemdir
Elsku Arnddís og Ingi
Takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með.
Ég dvel Í huga og hjarta með ykkur og bið Guð að blessa ykkur sérstaklega á morgun og alla þá sem koma að þessu máli.
Ástarkveðjur
Ragnheiður
Ragnheiður Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 18:43
Kærar þakkir fyrir að láta okkur frétta af deginum ykkar í dag,við Sigurður fórum í Hafnarfjörð í heimsókn til okkar góðu kvenna og þar verður á morgun hugsað vel til ykkar beggja.
Okkar tilfinning er að allt gangi vel og elsku Addý mín að þú verðir hress og kát eftir ferðina til Noregs.
Ástarkveðjur frá okkur.
Auda og Sigurður
Auður Ingibjörg (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 21:20
Hæ Ingi minn og Addý!
Þetta er náttúrulega ekkert nema hrein snilld og geta fylgst svona með ykkur í gegnum bloggið. Frábært að heyra hvað allt hefur gengið vel í dag, sem gefur fyrirheit um að allt gangi líka vel á morgun, er það ekki? Addý mín, þú ert algjör hetja, er ekki viss um að ég hefði staðið mig jafn vel í öllu þessu eins og þú hefur gert, enda ertu sú "stóra og sterka". Allir tengdir mér biðja að heilsa, hitti Lindu og Palla í eftirmiddag. Allir heimsins karftar verða með þér á morgun. Ég er sem sagt búin að biðja til allra sem ég þekki þarna uppi, þú veist. Það verður sko þokkalegt andans fjör í kringum þig upp úr kl. 7:30 á norskum tíma, ég verð allavega vöknuð og farin að stýra umferðinni til þín á þessum tíma, á milli þess sem ég "kannski" kíkji á strákana okkar og þessa Pólverja sem við erum að keppa við. Verð í sambandi, Gummi biður voðalega vel að heilsa.
Kveðja
Ella The.
Ella The. (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 21:32
Hæ elsku Addý og Ingi.
Vildi smella á ykkur smá baráttukveðjum frá okkur hérna á Skólabrautinni. Gangi þér vel á morgun elsku frænka, við hugsum til þín!
Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.
Mbk.
P.
Palli (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 21:44
Hæ elsku Addý og Ingi,
Héðan úr Löngumýrinni sendum við ykkur baráttukveðjur og hér verður líka vaknað snemma og hugsað til ykkar. Stutta Gná biður að heilsa frænku.
Elsku frænka þú verður í bænum okkar í kvöld og ég veit að eftir þér verður litið.
Bestu kveðjur,
Linda Björk og fjölskylda
Linda Björk (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 22:31
Elsku Addý og Ingi
Guð og allar góðar vættir verði með ykkur. Ég og mín fjölskylda biðjum til Guðs að allt gangi að óskum.
1000 kossar og knús frá okkur öllum
Ástar-og baráttukveðja
Ásbjörg
Ásbjörg (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 08:56
Takk fyrir að fá að fylgjast með. Ég er þess fullviss að vakað er yfir ykkur. Elsku Addý ég er með þér í huga, sérstaklega núna á þessum morgni aðgerðar.
Með beztu kveðju
Lísbet
Lísbet (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 09:18
Baráttukveðjur frá Flateyri.
Kalli og fjölskylda
Karl Hjálmarsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.