28.8.2008 | 16:31
Frekari fréttir af bata
Nú er líða tekur á dag er allt með kyrrum kjörum hjá minni elskulegu konu. Henni líður vel, en viðurkennir að hún verði ekki róleg fyrr en komið er fram á miðjan dag á morgun. Ég er sama sinnis, en veit þó innst inni að stríðið er unnið.
Það var aðdáunarvert að sjá hvernig fólkið sem sá um aðgerðina kvaddi hana. Tómas strauk henni um kinn og hældi henni á hvert reipi. Skurðstofuhjúkrunarkonurnar struku henni og önnur þeirra, sem hefur verið okkur mikil stoð, kvaddi hana með sérstökum hætti eftir að við höfðum ekið henni saman inn á stofuna hennar. Hún tók um báðar hendurnar hennar og sagði við hana að hún væri búin að vera á þessu starfi í 30 ár og alltaf væri hún að læra eitthvað nýtt. Í dag hefði hún lært að sjúklingur getur verið erfiður (í óeiginlegri merkingu) þegar kemur að aðgerð, en á sama tíma sýnt ótrúlegan styrk meðan þau vinna verk sín.
"Ég mun ekki gleyma þér" sagði hún og faðmaði hana.
Ég hitti Tómas síðar um daginn og hann staðfesti að allt hefði gengið vel. Ákveðið hefur verið að hún yrði á spítalanum fram yfir helgi til að allt yrði algjörlega öruggt. Það gladdi Dísu og mig. Ég veit að hún vill hvergi annars staðar vera.
Eftir helgi skýrist svo hvað verður um heimfarardag.
Ég sendi þrjár mynd sem munu birtast eftir að þessi færsla er komin í loftið.
Ein af Dísu minni eftir að búið var að koma henni fyrir á stofunni eftir aðgerðina. Hún lumar á brosi til okkar þó dagurinn hafi verið erfiður.
Síðan mynd af Tómasi, þeim mikla snillingi sem framkvæmdi hjartaaðgerðirnar tvær. Á meðan á hjartaaðgerðinni stóð spurði Dísa:
"Tomas. In a scale of 1 to 10 how difficult is this operation" Og svarið var: "Around 6". Og stuttu seinna sagði hún:
"Thomas, this will be your masterpeace" Og hann svaraði af bragði: "Yes mam". Já einmitt. og þessar umræður voru í gangi á meðan hann var að þræða og festa.
Og síðasta myndin er náttúrlega dásamleg. Þarna er hún ástin mín, algjörlega ómótstæðileg hvenær sem er sólarhringsins.
Dagur er að kvöldi kominn. Eftir heimsóknina á eftir ætla ég að finna mér einhvern notalegan stað, fá mér kvöldverð, glas af víni, hugsa til hennar og ykkar allra og reyna að senda til baka eitthvað af þeim undursamlega vef sem þið hafið ofið í kringum okkur.
Kveðja,
Ingi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.8.2008 | 08:26
Adgerdin gekk vel
Adgerdin gekk vel, en tok tvo tima i stad eins eins og upphaflega var aaetlad. Teim gekk ver ad festa virinn en reiknad hafdi verid med. En Tomas skurdlaeknir brosti sinu breidasta tegar henni var rullad ut ur skurdstofunni og setti tumalinn upp:
"Everything went well but your wife can be a very difficult lady. But one hell of a fighter"
Skrifa meira tegar eg er buinn ad heyra i Tomasi og hetjunni minni. Hun var agaetlega hress eftir adgerdina, en eg hvarf af vettvangi tar sem hjukrunarfraedingar voru farnir ad gera maelingar og setja upp naeringu i aed.
Kvedja,
Ingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.8.2008 | 05:52
Í upphafi dagsins
Ég sit hér við gluggann á hótelherberginu og horfi á nóttina hörfa undan deginum sem hægt og sígandi mjakar sér upp á himininn. Íbúarnir sjálfir eru fæstir komnir á kreik, en þó má sjá eina og eina mannveru á stjái. Dagurinn ætlar að verða bjartur og fagur líkt og sú sem mér stendur næst.
Þeir sem hæst láta eru máfarnir, en þeir virðast hafa vaknað með mér. Lífsbaráttan á þeim bæ er hafin af fullum krafti.
Eftir tvo tíma hefst svo barátta Dísu minnar í þriðju og síðustu aðgerðinni hér í Osló. Veikindasaga hennar hefur verið þyrnum stráð og síðustu fimm árin reynst henni mjög erfið. Sex skurðaðgerðir hafa verið framkvæmdar á þeim tíma og enn er barist.
Karakter þeirra sem berjast á slíkum vígvöllum ræður þó miklu í bardaganum, jafnvel þó vopnin séu stundum frá þeim tekin þegar mest á reynir. Eitt vopn er þó ekki hægt að taka frá þessari elsku, en það er hugrekkið og trúin á að allt fari vel að lokum.
Með þessu vopni hefur hún barist og oftar en ekki beitt af slíkri fimi að andstæðingurinn hefur þurft undan að láta, þrátt fyrir að hafa yfir að ráða vopnabúri sem gæti sigrað hvaða andstæðing sem væri.
Dagurinn í dag verður stríðsdagur. Það er þreytt en hugrökk manneskja sem mætir í það stríð og hún þekkir vígvöllinn líkt og hendurnar á sér. Það er hennar styrkur.
Við sem skipum bakvarðasveitina fylkjum okkur um stríðsmanninn okkar því við vitum öll að hún mun hafa sigur. Sigur sem felst m. a. í því að hún og andstæðingurinn munu semja um vopnahlé, því nú er nóg komið.
Framundan eru góðir tímar með vinum og ættingjum. Og í Kaupmannahöfn bíður lítill drengur, augasteinninn hennar ömmu sinnar eftir að hitta hana.
Já, það er margt yndislegt að lifa fyrir og við ætlum öll að taka þátt í því.
Heyrumst frekar seinna í dag.
Kveðja,
Ingi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 28. ágúst 2008
Eldri færslur
Tenglar
Listi yfir góða tengla
Þetta eru tenglar yfir þá sem ég vill skoða daglega
- Moggavefurinn Besti vefur landsins
- Slóð á blogg Baldurs Legg til að þetta sé lesið vel
- Slóð á blogg Árna Lesa vel
- Slóð á blogg Skapta Og þetta er líka gott
Bloggið hans Ómars
Frábært blogg um náttúruvernd
- Bloggið hans Ómars Fínt blogg
Bla
Bla bla
Jói
Bloggið hans Jóa
Áhugavert efni
Bækur
Bókalistinn
Þetta er bókalistinn minn.