Leita í fréttum mbl.is

Med vindinn i fangid

Elskurnar minar.

Tid erud vaentanlega oll buin ad fretta af erfidleikunum her i Oslo tannig ad eg mun ekki fara yfir ta sogu nuna.

Eg er buinn ad heimsaekja Addy nokkrum sinnum i dag og hun er tokkalega hress. Ad visu mjog treytt, en to tad dugleg ad hun bad um kvedju til ykkar allra.

Tad er fyrirhugud onnur adgerd, n. k. tridjudag, til ad festa virana vid hjartavegginn. Vegna hins alvarlega astands i nott gafst ekki timi til ad framkvaema tad.

Nu bidum vid roleg meda Disa min safnar kroftum fyrir naestu adgerd. Vid aetlum ad sigrast a tessu sameiginlega og hofum med okkur sterkan medbyr fra ykkur ollum.

Held afram ad senda ykkur pistla eftir tvi sem mal troast.

Kaer kvedja, Ingi

PS.: Afsakid tetta hrafnaspark. Tetta er skrifad a tolvu a hotelinu og enn eru Nordmenn ekki bunir at kata upp islensku stafina. Eg a eftir ad raeda tetta vid norska konginn.


Yndisleg tíðindi

Eftir fjögrra klukkutíma, erfiða aðgerð er Dísa mín komin á Recovery á hjartadeildinni. Þar með rættist spáin um að ef erfiðleika bæri að höndum gæti aðgerðin dregist á langinn.

Stóra vandamálið var að tengja vírana við gangráðinn sjálfan og læknirinn sagði henni á eftir að hann hefði ekki lent í því öllu erfiðara. Henni var tjáð að þetta væri að einhverju leiti anotómísk vandamál án þess að það væri skýrt nánar. Líklega verður betri skýring gefin á því í dag eða á morgun.

Hjartagangssérfræðingurinn lét þó hafa eftir sér að þetta hlyti að hafa haft áhrif á líðan hennar undanfarin misseri svo þetta vandamál virðist hafa verið til staðar í einhvern tíma.

Hvað sem því líður  voru þræðirnir þrír fjarlægðir, einn nýr settur í staðinn og sá sem í lagi var hélt sæti sínu. Þetta var framkvæmt með einhvers konar rafmagnsaðferð og Dísa fann greinilega brunalykt meðan á þessu stóð,

Aðgerðin var frmkvæmd með deyfingu en ekki svæfingu eins og Addý hafði verið tjáð af Hirti áður en við lögðum af stað. Þannig að þetta reyndi meira á mína konu fyrir bragðið. Þetta gekk þó að mestu þrautalaust eða þar til farið var að sauma. Þó tók helvíti í.

Í aðgerðinni voru þrjár hjúkrunarkonur, skurðlæknirinn og gangráðssérfræðingur. Þegar vandamálið með tenginguna kom í ljós bættist síðan við einhver óskilgreindur hópur af fólki sem Dísa hafði ekki tök á að fylgjast með. Hvað sem því líður tókst tengingin með ágætum.

Ég sjálfur beið í fjóra og hálfan tíma upp á hótelherbergi og var þá orðinn svo áhyggjufullur að ég gekk yfir á hjartadeildina. En um leið og ég gekk inn á deildina var verið að rúlla Dísu út af skurðstofunni. Þetta var bara eins og í alvöru Hollywoodmynd, nema mínar tilfinningar þegar ég sá hana. Þær voru ekta.

Þegar hún var komin á Recovery tók við vanabundið eftirlit. Svo var spurt hvort Dísa vildi ekki mat, og þegar hún fékk að vita að í boði væru sænskar kjötbollur, sló hún til.

Bætt svo við rabbabaragraut.

Ég tók mynd af henni og ætlaði að láta hana fylgja með. En tölvuflyðran er eitthvað að stríða mér þannig að ekki tókst það. Reyni aftur síðar og athuga þá hvort tengingin verði betri.

Hér í Osló er nú algjört úrhelli enda trúi ég því að guðirnir gráti af gleði með þessa frábæru niðurstöðu. Já, og meðan ég man. Guð blessi norska kónginn og þjóðina alla. Ég er jafnvel viss um að Dísa tekur Mette krónprinsessu í sátt eftir þetta allt. 

Hún hefur verið frekar ólukkuleg eð konungsslektið  hér í Noregi. En að sjálfsögðu eru Norðmenn bara Íslendingar sem tala norsku.

Við hjónakornin biðjum að heilsa og skrásetjarinn mun svo mta aftur innan tíðar með nýja færslu.

En nú er ég á eið til vinar og ástkonu til 46 ára. Og hjörtu okkar beggja slá í takt.

 

 


Komin heilu og höldnu

Ósló tók vel á móti okkur hjónunum þegar við lentum á Gardemoe. Sól og blíða gaf fögur fyrirheit um bjarta daga. Ókum sem leið lá til spítalans og vorum mætt til innskráningar  kl. 2:30 að hérlendum tíma.  Tekið vel á móti okkur og læknirinn sem framkvæma á aðgerðina fór yfir öll mál með Dísu.

Þarna kom að vísu í ljós að þetta var ekki doktor Eyvind (sem við Dísa höfum kallað okkar á milli Fjalla Eyvind) sem okkur hafði verið sagt að myndi framkvæma aðgerðina, heldur annar skurðlæknir.

En hvað um það.

Í framhaldi voru gerðar ýmsar rannsóknir og við stikuðum á milli deilda og fórum um ýmsa ranghala.  Allt gekk þetta eins og í sögu og við vörum komin upp á hótel umm fimmleytið.

Addý á svo að mæta í aðgerð kl. 7:30 á morgun og læknirinn tjáði henni að aðgerðin gæti tekið frá einni klukkustund upp í fjórar, allt eftir því hvernig gengi að greiða úr vírunum. Morgundagurin leiðir í ljós hvernig mau mál munu ganga.

Þetta er gríðarstór komplex hér en sem betur fer er hótelið stutt frá hjartadeildinni svo það er ekki langt að fara á milli.

Frændur okkar Norðmenn hafa tekið afar vel á móti okkur og háir sem lágir fullvissað okkur um að allt muni ganga vel hjá okkur og því trúum við einnig.

Eftir að þessu var öllu lokið fengum við okkur léttan kvöldverð og þá var Dísa mín orðin ansi framlág. Þegar þetta er skrifað er hún komin undir sæng.

Síðan verður vaknað kl. sex í fyrramálið.

Við sendum kveðjur til ykkar allra heima.

Skrásetjari sest svo niður á morgun og skrifar hvernig staðan er á þeim tímapunkti.


Teningunum kastað

Jæja, þá er tengingunum kastað. Boð komin frá Noregi um að aðgerðin fari fram 20. 8. Við leggjum af stað á þriðjudagsmorgun og áætlum að vera komin á spítalann um tvöleytið.

Og allt snýst þetta um að endurheimta heilsu þessarar elsku hér að neðan.  Bið ykkur um að sameinast í góðum óskum okkur til handa þennan dag.

 

(e)(e)(e)SP_A0039

 


Til vina og vandamana

Gott fólk.

Hér verður að finna ýmsar upplýsingar um ferð okkar hjónanna til Osló sem fyrirhuguð er. Þarna má lesa hvernig okkur vegnar og fylgjast með okkur í máli og myndum. Bið ykkur um að vera dugleg að skrifa athugasemdir við færslurnar. ÞAð mun gleðja okkur í útlandinu.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Addý og Ingi
Addý og Ingi

Hér má finna ýmislegt sem varðar fjölskylduhagi og áhugamál

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalistinn

Þetta er bókalistinn minn.


Tónlistarspilari

Pelleperssons kapell - Auktionsvisa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband